Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1954, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.09.1954, Blaðsíða 23
Sameiningin 77 Prédikun Oxnams biskups fór mjög í heimsvonaráttina: „Kirkjan verður að horfast í augu við réttlætiskröfur vorra tíma“, sagði biskup. „Það er ekki nóg að hafna guðleysi kommúnismans. Ef við játum þá trú, að alls ekkert geti gjört okkur viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Jesú Kristi, þá verðum við að segja skilið við guðsafneitun í verkinu — guðleysið, sem felst í þeirri skoðun, að ekki nema sumt í mannlífinu sé Guði viðkomandi. Við þurfum að gjöra það lýðum ljóst, að réttlætiskröfur vorra tíma áttu ekki uppruna sinn hjá Karli Marx, heldur hjá Jesú Kristi og spámönnum ísraels“. f opnu þingi snerust svo umræðurnar um kenningar- viðhorfin tvö, sem nefnd voru. Edmund Schlink, guðfræð- ingur frá Heidelberg á Þýzkalandi, mælti stranglega fram með eilífðarvoninni: „Kristur er heimsendir“, sagði hann — eða svo hljóða orðin. „Nafn Krists er lagt við hégóma, þegar það er haft eins og heróp í baráttu þessa heims fyrir tilveru sinni. Auðvitað er Kristur von heimsins. Hann leysir okkur úr fjötrum þessa jarðneska lífs“. Þetta fannst Berggrav biskupi nokkuð strembið og einhliða og lítt í samhljóðun við ritningarnar. „Orðið varð Guðfræði, og bjó ekki með oss!“ hvíslaði hann að sessunaut sínum (sbr. Jóh. 1, 14.). — Sagt er að Berggrav hafi getið sér frábærlega góðan orðstír á þessu þingi, og yfirleitt mun þingheimur hafa gefið sig meir við tímavoninni, eins og við mátti búast, þar sem þingið stóð vestan hafs. Þó verður ekki með sanni sagt, að eilífðarvonin hafi beðið ósigur eða hlaupið í felur. Góð orð voru töluð í hennar garð líka. Knox Sherrill biskup, formaður kirkjuráðsins hér lenda, mintist á það efni í ræðu sem hann flutti í Minneapolis skömmu fyrir þingið í Evanston. Sagði meðal annars þetta: „Að búast við heimsslitum er lítið sorgarefni nú á dögum, enda hefir kristnum mönnum aldrei dulist það, að við erum gestir og útlendingar hér á jörð, og höfum ekki borg sem stendur, heldur leitum vér hinnar komandi“ (sjá Heb. 11, 13. og 13, 14.). TJtlendir þingmenn dáðust að ötulleik, gjafmildi og kirkjurækni hérlends safnaðafólks; enda var trúarleg afstaða vorrar þjóðar skýrð fyrir þeim ofurvel. Það gjörði meðal annara Robert Calhoun, guðfræðingur frá Yale. Fórust hon- um orð á þessa leið:

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.