Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1954, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.09.1954, Blaðsíða 11
Sameiningin 65 Þetta verður ekki leyst nema með því að taka til íhugunar hina gömlu og „úreltu11 kenningu um Helgan Anda. Kenningin um Helgan Anda merkir það, að mínu viti, að Guð heldur innreið sína í líf þitt, svo að atburðir lífs þíns, tímabundnir og sérstæðir eins og þeir eru, fá meiningu og tilgang. Hún merkir enn fremur það, að mínum skilningi, að Guð mætir þér eins og ein persóna mætir annari. Hún merkir það, að komið sé á sambandinu Ég-þú, og ekki Ég-það, milli Guðs og manns, svo að notuð séu orð heim- spekingsins og guðfræðingsins Martin Buber. Þá skoðar þú Guð ekki lengur að hætti heimspekinganna sem lífsafl eða frumreglu alls lífs heldur sem persónu. Þá skoðar þú ekki lengur náunga þinn sem hlut. Þá sérðu í honum Krist, svo að notuð séu orð Marteins Lúther. Hvað Ritninguna áhrærir, merkir kenningin um Helgan Anda það, að þú skoðar sögu ísraels og kristinnar kirkju ekki lengur sem sögu ytri atburða, þér óviðkomandi. Þú ert sjálfur orðinn þátttakandi í hinum mikla leik gleði og sorga. Guð er þá ekki lengur að verki í sögunni eingöngu. Hann er virkur í þínu eigin lífi. Þegar Jeremía segir lýðnum, að þeir hafi hafnað uppsprettu hins lifanda vatns, beinist tal Guðs ekki lengur að Júda- mönnum á 7. öld f. Kr. Hann er að tala við þig. Þú hefir mætt Guði. Heitið „Orð Guðs“ þýðir nú annað og meira en hin prentaða bók. Það merkir þennan fund þinn og Guðs. Sá fundur á sinn búning og sitt inntak. Búningur hans er Biblían og inntak hans skapar Guð innra með þér. Eitthvað svipað þessu tel ég Lúther hafa kennt um Ritninguna. Hann líkir texta Biblíunnar við hálminn, sem í jötunni var. Hálmurinn var í sjálfu sér einskis verður. En hann bar uppi Krist. Að lokum vil ég minnast á lokaspurninguna, sem vaknar, þegar sýnt hefir verið fram á, að Biblían er í senn bók sögunnar og trúarbók, en hún er þessi: Hví er það, að Ritningin er mælisnúra trúarinnar? Hví má ekki í stað Biblíunnar setja aðrar bókmenntir trúarlegs eðlis, sem nær eru oss í tíma og rúmi? Hví þurfum vér að burðast með Biblíuna, sem svo mjög er torskild, og hvers vegna getum vér ekki í stað hennar notast við aðgengilegra efni huganum til trúarvakningar? Svar mitt við þesari spurningu er ábending þeirrar

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.