Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1954, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.09.1954, Blaðsíða 24
78 Sameiningin „Starfshyggjan hjá kirkjumönnum í Ameríku stafar fyrst og fremst frá boðun trúarinnar úti við bygðajaðar, í bjálkakofum, skógarrjóðrum eða á vall-lendi frumbúanna. Guðfræðin var ekki söxuð smátt í því umhverfi. Síðar kom svo mannfélagsguðspjallið, sem svo var nefnt (social gospel), boðskapurinn um starfhugaðan kristindóm á veg- um heimsmálanna. Sú stefna ruddi sér braut, þegar borg- irnar uxu og vélaiðnaður færðist í aukana, samhliða vexti og viðgangi ríkisskólanna, þar sem kennslu í trúarsetningum er vísað á bug“. „Af þeim sökum,“ sagði Calhoun, „hefir hérlend kristni í verki og sannleika reynt að tileinka sér dómsorðið forna, að fagnaðarboðskapurinn sé ætlaður þessum heimi. „Vonin, sem einkennir þann boðskap, skyggnist eftir æ gleggri opinberun guðlegs valds, og vaxandi krafti guðlegra fyrir'heita í sögu mannkynsins11. Þingið samþykti margs konar ákvarðanir og yfirlýs- ingar, sem allar voru stílaðar til þessa heims, að því er ég bezt veit. Mun þeirra síðar getið sumra, í Sameiningunni, ef ástæður leyfa. Yfirleitt munu Vesturheimsmenn hafa gjört góðan róm að störfum og ræðuhöldum þingsins í Evanston. G. G. -------------☆------------- Bænheyrzlan mesta Sunnudag einn í sumar, fórum við hjónin í þýzk-lúterska kirkju. Séra Eiríkur Brynjólfsson embættaði þar samkvæmt tilmælum sóknarprests, er var fjarverandi. Svo segir sagan, að þetta sé elzta LÚTERSK kirkja borgarinnar, byggð fyrir fjörutíu og fimm árum af einum þýzkum framtaksmanni Grauer að nafni, og afhenti svo söfnuði sínum hana með ummælum eitthvað á þessa leið: „Hérna, drengir, er kirkjan. Notið nú og njótið samkvæmt þörfum“. Þessi maður er nú horfinn af heimssviðinu, en kirkjan stendur hin sómasamlegasta fram á þenna dag. Afkomendur þessa manns eru sagðir miklir athafnamenn bæði í búskap og embættum. Þessi messa fór fram samkvæmt öllu lögmæti og var hin prýðilegasta. Söngurinn var með ágætum, ræðuflutning-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.