Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1954, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.09.1954, Blaðsíða 18
72 Sameiningin sem er að einhverju leyti helguð minningu feðranna, skuli standa mynd of opinni bók. Annað sem vekur eftirtekt er hinn upplýsti kross, sem blasir við ofar bókinni. Á kvöldin má sjá hann langt utan af vatni, og annars staðar frá, þar sem hátt ,ber á. Ljósið á krossinum kastar bjarma sínum einnig yfir bókina. Það er ekki sama hvað menn lesa eða hvernig. Bókahillur og söfn víða eru full af ruslbókum, sem engum manni er gagn í að lesa. Eins og allir vita, er einnig hægt að lesa biblíuna sem aðrar bækur, án þess að verða snortinn af efni hennar. Það er einnig hægt að reisa kirkjur sem önnur samkomuhús, og flytja í þeim ýmiskonar annarlegan boðskap, sem ekki kemur kirkjunni hið minnsta við. Það er krossinn sem gerir kirkjuna að kirkju, það er upprisuljóminn frá gröf hins krossfesta, sem einkennir kristilega prédikun, og varpar vonarbjarma yfir mannlegt líf í öllum hörmum þess og raunum. Kirkja Krists verður ávalt helguð boðskap krossins, það er hinn eini boðskapur vonarinnar og lífsins. Að innan er kirkjan í lögun eins og skip. Einnig það er táknrænt og tilhlýðilegt. Flestir þeirra, er vestur komu í upphafi, höfðu náin kynni af hafinu; margir þeirra höfðu stundað sjómennsku. Þegar hingað kom hændust þeir að vatninu, sem bauð þeim svipuð atvinnuskilyrði og þau sem þeir höfðu áður vanist, og þessi atvinnugrein hefir verið stunduð af niðjum þeirra allt fram á þennan dag. í rýmri skilningi er kirkja Krists eins og skip, sem flytur oss menn- ina frá einni strönd til annarar, frá landinu sem er til lands- ins fyrir handan hafið, og skilar oss eftir volk og vosbúð þessa lífs upp að strönd eilífðarinnar. í stafni kirkjunnar, við loft mót austri er gluggi einn mikill með glermynd í litum. Sýnir hún lærisveinana við fiskdrátt, og meistarann þar sem hann ávarpar þá og segir við Pétur: „Legg net þitt til fiskidráttar11. Þetta er fögur og áhrifamikil mynd, sem bendir á hið sígilda hlutverk kirkjunnar, einnig þessarar nýju kirkju sem vígð er í dag: að linna aldrei á mannaveiðum sínum, að draga, laða og leiða mennina úr djúpi sjálfhyggjunnar, og lyfta þeim inn í skip kirkju Krists, að þeir læri að þekkja hann, elska hann og þjóna honum sem leiðtoga sínum á landi og sjó. Vér helgum nú þessa kirkju í dag, og vígjum hana í nafni Guðs föður, sonar og heilags anda. Vér biðjum að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.