Sameiningin - 01.09.1954, Blaðsíða 6
60
Sameiningin
inn á einu máli um það, hvernig túlka beri Biblíuna. Það
kann að virðast sem smámunir einir, að menn eru ekki á
einu máli um þetta atriði, þegar það er haft í huga, hversu
mjög kirkjudeildir mótmælenda greinir á um margvísleg
trúaratriði. En svo er ekki. Mótmælendum hefir ekki tekizt
að komast að lausn þess, á hvern hátt beri að skilja heitið
„Guðs Orð“, og hefir þeim af þeim sökum fyrst og fremst
ekki tekizt það heldur að koma sér saman um, hver grund-
vallaratriði mótmælendatrúarinnar eru, sem menn gætu
sameinazt um, þótt þá greindi á um smærri atriði, eins og
prófessor Coert Rylaarsdam við University of Chicago hefir
nýskeð bent á.
Ef vér viljum skera úr því, hverju vér trúum í mót-
mælendakirkjunni, verðum vér fyrst að svara því, við hvað
vér eigum, er vér segjum: „Biblían er Guðs Orð“. Vér verð-
um að skilgreina, hvað vér eigum við með hugtakinu
„opinberun“.
Ef vér höfum opinn huga í þessu efni, hljótum vér að
fallast á meginniðurstöður biblíuvísindanna. Vér getum verið
ýmissa skoðana um margt það, sem ágreiningi kann að
valda og óljósar kenningar eru fyrir. En vér hljótum að
fallast á það, að Biblían er bók sögunnar. Hún er það ekki
aðeins í þeim skilningi, að hún segir sögulegt efni, heldur
einnig á þann veg, að hún er undirorpin þróun og breyting-
um sögunnar. Með þessu á ég við það, að Biblían er skrifuð
af mönnum, sem uppi voru við ýmsar sögulegar aðstæður
og á ýmsum tímabilum sögunnar. Þessi tímabil voru hvert
öðru ólík og hafa sett mót sitt á innihald Ritningarinnar og
í það mót er boðskapur hennar steyptur. Þetta verðum vér
fyrst og fremst að hafa í huga, er vér gerum grein fyrir því,
hvað við sé átt, þegar vér segjum Biblíuna vera Guðs Orð.
Þá vaknar þegar þessi spurning: Hefir Biblían þá nokk-
urt trúarlegt gildi lengur, og er hún þá framar grundvöllur
kenningar kirkjunnar, úr því að hún getur ekki lengur talizt
yfirnáttúrleg? Ef á síðum hennar má sjá móta fyrir hverful-
leik sögunnar, getur hún þá lengur talizt flytja oss eilífan og
óumbreytanlegan sannleika?
Þessi breytileiki er auðsær bæði innan Gamla testa-
mentisins og hins Nýja. í Gamla testamentinu sjáum vér
greinilega muninn á tímabili dómaranna í ísrael annars
vegar og spámannastefnu 8. aldarinnar hins vegar. Einnig