Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1954, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.09.1954, Blaðsíða 13
Sameiningin 67 vel á því að hafa þessa athöfn þar, vegna þess sérstaklega, að margt af heimilisfólkinu gat ekki farið í kirkjuna. Dr. V. J. Eylands flutti andlegt og viðeigandi ávarp til fólksins. Dr. R. Marteinsson las 103. sálm Davíðs og flutti bæn. Séra Skúli Sigurgeirsson, fyrrum þjónandi á Gimli, nú prestur í Bandaríkjunum, var viðstaddur og flutti vinsemdar- ávarp og kæra kveðju frá konunni sinni, sem ekki var við- stödd. Mrs. Anne Margrethe Sigmar, kona séra Haraldar, söng sálm eftir föður sinn, séra Steingrím Thorláksson. Nokkur hópur úr söngflokk safnaðarins var þarna viðstadd- ur og hjálpaði við sálmana, sem sungnir voru. Skrúðganga frá Betel flutti menn að dyrum nýju kirkj- unnar. Mr. Barney Egilson, hinn vinsæli bæjarstjóri á Gimli og forseti lúterska safnaðarins þar, lagði þá fram lykla að kirkjunni. Þá var gengið inn í hana, og á meðan menn nálg- uðust altarið, var lesinn sameiginlega 122. sálmur Davíðs. Þegar menn höfðu sezt, flutti Dr. V. J. Eylands, forseti íslenzka Lúterska Kirkjufélagsins, ávarp til safnaðarins og endaði með bæn. Að því loknu framkvæmdi hann kirkju- vígsluna, alt með viðeigandi hátíðarbrag. Séra Eric H. Sigmar og séra Octavíus Thorláksson, tóku nokkurn þátt í guðsþjónustunni með lestri og kveðjum. Séra Skúli Sigurgeirsson tók einnig til máls, flutti söfnuð- inum vinsemdarkveðjur og árnaðaróskir. Dr. Haraldur Sigmar flutti með ljúfum anda prédikun þessarar guðsþjónustu, sannan boðskap Jesú Krists. Að henni lokinni söng Mrs. Sigmar fagurlega. Þá bar sóknar- presturinn, séra H. S. Sigmar, fram hjartnæmar bænir og að því búnu blessaði Dr. Marteinsson yfir söfnuðinn. Þá fór fram fögur hringing dásamlegra klukkna, sem söfnuðinum voru gefnar í minningu um Hrólf heitinn Sigurdson, af ekkju hans, Elínu Sigurdson. Eftir þá hringing var nokkur hópur fólks tekinn til altaris. Eins og áður er getið, fóru fram tvær guðsþjónustur að kvöldinu. Við hina fyrri prédikaði séra Eric H. Sigmar, við hina síðari sóknarpresturinn, séra H. S. Sigmar. Við þá guðsþjónustu söng söngflokkur Norður-Nýja-lslands undir stjórn Jóhannesar Pálssonar. Frú Guðmunda Elíasdóttir, fræg söngkona frá íslandi, söng einnig við þessa guðs- þjónustu. Hátíðinni lauk með góðgjörðum og vinamóti.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.