Sameiningin - 01.09.1954, Blaðsíða 5
Sameiningin
59
úreltar. Samt var á þeim mikill ágalli. Þeim tókst ekki að
sýna fram á, á hvern hátt vér gætum skoðað Ritninguna
sem eina heild. Rétttrúnaðurinn skoðaði Ritninguna sem
eina heild í þeim skilningi, að hún væri safn samstæðra
kenninga, sem hvergi væri á ósamkvæmni, til orðið á yfir-
náttúrlegan hátt. Biblíuvísindin hin nýju sýndu fram á
haldleysi þessarar skoðunar, en þeim tókst ekki að setja
neitt annað í staðinn. Þegar bezt gegndi varð Biblían vonar-
kistill. Þegar verst gegndi, ruslakompa.
Þessi nýju biblíuvísindi uppgötvuðu, að margt var á
annan veg en kennt var í gamla rétttrúnaðinum. Þau komust
að raun um, að sumar bækur Ritningarinnar áttu sér fremur
langa sögu. Heimildarrit bókanna voru sundurgreind og skil-
greind. Þessi kenning stenzt í aðalatriðum sínum enn í dag,
enda þótt rannsóknarmenn nútímans leggi áherzlu á munn-
lega sagnhefð samhliða hinni skriflegu.
Trúarbrögð Gamla testamentisins voru könnuð af kost-
gæfni. Niðurstaðan varð sú, að átrúnaður ísraels var ekki æ
hinn sami á hverri öld. Guðfræði einnar aldar mátti greina
frá guðfræði annarrar.
En þessum þýðingarmiklu rannsóknum sleit einmitt hér.
Illu heilli héldu menn ekki áfram þaðan, sem staðar var
numið. Þeir sýndu því ekki fram á, hvers vegna vér ættum
enn sem fyrr að nota Biblíuna í kirkjunni. Mönnum láðist
að geta þess, á hvern hátt annan Biblían gæti skoðazt lífræn
trúarbók, úr því að gamli rétttrúnaðurinn hafði rangt fyrir
sér. Það kom í ljós, að Nietzsche hafði á réttu að standa, er
hann sagði Guð vera dauðan. Sögulegar og málfræðilegar
rannsóknir miðuðu að því einu að kryfja líkið.
Biblíuvísindi nútímans hafa ekki til fullnustu sigrazt á
þessari einhliða áherzlu á sundurgreininguna og vanrækslu
heildarsjónarmiðsins (synthese). Enn er meiri áherzla á það
lögð að sundurgreina rit Ritningarinnar og kanna það, á
hvern hátt pörtum þeirra var skeytt saman, fremur en að
nota þá þekkingu til þess að komast til botns í grundvallar-
sjónarmiðum þeirrar trúar, sem Biblían endurspeglar.
Ég hefi nú gert stutta grein fyrir þeim meginsjónar-
miðum á Biblíunni, sem uppi eru. Ég hefi verið stuttorður
og því ekki að öllu sanngjarn í dómum, svo sem vera mætti,
Qf mér gæfist lengri tími.
Yður má nú vera ljóst, að mótmælendur eru engan veg-