Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1945, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.09.1945, Blaðsíða 3
ametnmgm Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. í Vesturheimi. Ritstjóri: Séra Sigurður Ólafsson, Box 701, Selkirk, Man. Féhirðir: Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave., Winnipeg. 60. ÁRG. WINNIPEG, SEPTEMBER 1945 Nr. 9 Stríðslok i...............—----------- Loks er hinn langþráði sigur unninn, hin niðdimma ófriðarnótt liðin hjá og dagsbrún friðar lýsir loftið. Ósjálf- rátt koma orð Mazzin’s í hug: “Morgun sigurs er hættu- legri en kvöldið”. Á herðum sigurvegaranna hvílir mikil ábyrgð. Það verð- ur þeirra hlutverk að byggja hinn nýja heim, sem menn dreymir um. Þann heim verður nú að byggja úr rústum þeirrar eyðileggingar sem geysað hefur í síðustu sex ár. Kjarklausum og vonlausum lýð þarf að gefa nýtt þrek og nýjar vonir, sundraðar þjóðir þarf að sameina, flokkaríg og hatur innbyrðis þarf að reka burtu. Kúguðum þjóðum með endurheimt frelsi, þarf að veita hjálp til viðreisnar. Hungraða og nakta þarf að fæða og klæða. Heimilislausum þarf að finna skýli. Hinum yfirunnu þjóðum þarf að veita hjálp til þess að þær geti enn á ný byrjað að byggja á nýjum grundvelli fyrir gjæfuríka framtíð komandi kyn- slóða — það er skylda hins kristna sigurvegara að breyta þannig, því á þann hátt breytir guð við sín brotlegu börn — leiðir þau á rétta leið er þau hafa vilst, gefur þeim ný tækifæri til að bæta upp fyrir mistök liðins tíma. Guð

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.