Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1945, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.09.1945, Blaðsíða 4
164 gefi sigurvegurunum vísdóm til að breyta réttilega, og beita valdi sínu á þann hátt að það leiði til blessunar öllum þjóðum í mannheimi. Með hinni sömu festu og forsjá og áður var notuð til þess að vinna stríðið, þarf nú að skipuleggja framtíðar fyrirkomulag. Einn þáttur þess mikla starfs er að sigra baráttuna við húngrið og klæðleysi. Þar er hverjum ein- stakling gefið dýrðlegt tækifæri til að hjálpa. Hvað ert þú að gera? Vefur þú fastara að þér loðkápuna og eykur við þinn eigin forða af fatnaði en gefur ónýta garma, sem engin getur notað til hinna klæðlausu í löndum hörmung- anna? Kvartar þú og hveinar yfir óþægindum, sem skömt- un á örfáum matartegundum hefur í för með sér? Eða ertu fús til að taka nærri þér til að hjáípa? — Skilurðu orð meistarans er hann sagði: “Hungraður var eg og þér gáfuð mér ekki að eta — nakinn og þér klædduð mig ekki.” Frá hverjum einasta prédikunarstól ættu að berast áskoranir til allra að gera nú skyldu sína í þessu. Dauf- heyrist fólk þeirri áskorun sannar það með framkomu sinni að til eru þeir meðal vor, sem ekki eru verðugir fyrir fórnina miklu, sem lögð hefur verið fram á vígvöllum, ekki verðugir fyrir þann sigur, sem unnin hefir verið. Hin nýafstaðna styrjöld hefur fært heim sannanir fyr- ir því að ef menn ekki geta lært þá list að lifa saman í friði hljóta þeir að deyja. Sú kenning er alls ekki ný — hana er að finna í Biblíunni alt frá frásögninni um Kain og Abel til frásagna opinberunarbókar. Þá kenningu sannar veraldarsagan, og nú síðast hefur þeim sannindum verið þrýst að oss með meiri krafti en nokkru sinni fyr með hinni stórfeldu uppfyndingu um Atom-sprengjuna. Hin ógurlega orka, sem þar hefur verið leyst, mun óumflýjanlega færa mannheimi mikið lán eða ólán. — Ann- að hvort mun það afl færa með sér framfarir, þægindi og vellíðan eða eyðilegging allrar siðmenningar og ef til vill algjöra eyðileggingu mannkynsins á þessari jcrð. Hvort verður það? Svarið felst í því hvort mennirnir hafa það siðferðisþrek, sem útheimtist til þess að þeim sé trúandi fyrir þeirri miklu ábyrgð, sem sú uppfinding hefur í för með sér. Sagt er að Wilbur Wright hafi sagt að hann iðraðist eftir að hafa gert hina miklu uppfindingu um loftfarið, nú þegar hann sæi til hvers þau væru notuð. Yísindin hafa á ýmsan hátt margfaldað möguleika til góðs

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.