Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1945, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.09.1945, Blaðsíða 18
178 Um sambúð og gestrisni Bjarna og Stefaníu hefi eg áður skrifað, og þarf ekki að bæta neinu við þá lýsingu hér; enda vel kunnugt öllum þeim sem nokkuð þektu til þeirra hjóna. Bjarni þjáðist af erfiðum sjúkdómi síðustu árin. Var þá oft rúmfastur dögum og vikum saman, og þurfti varla síður eftirlits þegar hann var á fótum síðustu mánuðina. Dáðust allir að því, hve ágætlega hún stundaði mann sinn, sjálf orðin háöldruð. En alúðin og þrekið brugðust aldrei. En kraftarnir voru líka að þrotum komnir að þessari þrekraun lokinni. í vor í lok maí mánaðar tók hún lasleika sem fljótlega snérist upp í lungnabólgu, og andaðist 7. júní. Hún lætur eftir sig eina systur, Ingibjörgu, sem býr í Seattle. Um önnur æfiatriði, sameiginleg þeim hjónum, hefi eg skrifað áður í minningarorðum um Bjarna Jones. Gefi Guð mörg önnur hjón þessum lík. G. G. Frá Bandalagi lúterskra kvenna Þrír mánuðir eru nú liðnir síðan ársþing Bandalagsins var haldið, þar sem minst var hins tuttugasta afmælisdags. Á því þingi var einnig samþykkt að kaupa landsspildu á strönd Winnipeg vatns, fjórar mílur suður af Gimlibæ, fyrir hnar fyrrhuguðu sumarbúðir. Síðan hefur greinilega komið í ljós áhugi og eining með þetta starf. Nefndir hafa starfað að því að undirbúa og skipuleggja. — Sérfræðingur hefur nú þegar skipulagt leikvelli, lystigarð, blómagarð og bygg- ingar allar. Bygginganefnd hefur verið kosin. — Önnur nefnd hefur með höndum innkaup á innanhúsmunum öllum, vonar hún að geta fengið flest af því með ágætu verði úr hinum ýmsu hermaanabúðum, sem nú er verið að loka upp. Töf hefur orðið á því að fá leyfi til að byggja að svo stöddu, en án efa verður ekki langt að bíða eftir að það verði veitt. Allir, sem áhuga hafa fyrir þessu eru mintir á að styrkja fyrirtækið eftir því sem kringumstæður leyfa. Á þessu hausti verði margir sem gjafir senda — sjóðirnir vaxa vikulega. Bandalagið þakkar áhuga, gjafir og hlýyrðin öll, áður en langt líður verða hinar fyrirhuguðu sumarbúðir reistar. I. J. Ó.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.