Sameiningin - 01.09.1945, Blaðsíða 11
171
Eg sé í anda hér í skóginum flokk ungra manna. Þeir
eru nýkomnir úr ferð um landið helga. Þeir hafa verið að
boða komu Guðs ríkis í orði og verki — með lækningum
sínum. Þeir sitja í hnapp umhverfis meistara sinn og segja
honum frá ferðum sínum, sem hann hafði sent þá í. Þeir
horfa á hann vonaraugum, eins og þeir vilji lesa úr svip
hans leyndardóm. Þá loks, á þessum undurfagra stað, undir
fannatindi Hermons við vatnaklið Jórdanar og veldi skóg-
anna hefur hann þær samræður, sem þeir höfðu þráð mest
af öllu:
“Hvern segja menn mig vera?” Glampinn sem færist
í augu þeirra sýnir þegar, að hjörtun taka að brenna. Þeir
segja frá því, sem þeir heyrðu til fólksins á ferðum sínum:
Sumir telja hann Elía, aðrir Jeremía, enn aðrir spámann í
líkingu við Móse. Hann er fyrirrennari Messíasar, en svo
ekki heldur meira. “En þér?” spyr hann, “Hvern segið þér
nig vera?” Þetta er það, sem þeir hafa verið að tala saman
um undanfarið, tveir og tveir og allir í einum hóp. Hann,
sem sendi þá til að boða Guðs ríki er sjálfur kominn með
það. Ekkert augnablik á æfi þeirra gat enn jafnast á við
þetta. Það er eins og alt, sem þeir höfðu lifað með honum
og reynt, birtist þeim á því augnabliki í leiftursýn, og nú
gafst þeim kostur á að lýsa því. Sá, sem er elztur þeirra að
sjá, verður fyrstur til svars og hefir orð fyrir öllum. Sigur-
fögnuður er í rödd hans: “Þú ert Kristur.”
Fyrsta játning lærisveina meistarans hljómar í eyrum
hans — fyrsta guðsþjónusta kristinna manna er haldin.
“Þú ert Kristur,” sagði lærisveinninn.
“En þú ert Pétur,” svaraði meistarinn, “og á þessum
kletti mun eg byggja kirkju mína og hlið heljar skulu eigi
verða henni yfirsterkari.” Um leið og hann segir þetta, verð-
ur honum litið til musteris Ágústusar uppi á hamrinum
fyrir norðan hann. Það á fyrir sér að hrynja og alt hið víð-
lenda og volduga Rómaríki. En í stað þess skal rísa nýtt
musteri, andlegt, eilift, er aldrei mun á grunn ganga —
kirkja hans sjálfs. Og Pétur er kletturinn er á fyrir hönd-
um, að flytja þannig vitnisburðinn um hann á hvítasunnu,
að þúsundir taki trú, og staðfesti hann að lokum með blóði
sínu á krossi. Það er játningin í lífi og dauða: “Þú ert
Kristur — sonur hins lifanda Guðs,” sem kirkjan verður
reist á.