Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1945, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.09.1945, Blaðsíða 9
169 ríkt hér vestra á fyrstu árum. En brátt tóku félög kvenna að myndast, er störfuðu í þarfir umhverfa sinna og víðast hvar að safnaðarmálum. Smám saman urðu félögin athvarf safn aðanna í ýmsri merkingu; konur vorar hafa verið á verði um heill og heiður vors kirkjulega starfs. Þær hafa haldið um stjórnvöl margra vorra velferðarmála og gefið þeim anda og líf. Um síðastliðin 20 ár hefir Banadalag Lúterskra Kvenna starfað vor á meðal. Það hefir starfrækt affarasælt kenslustarf, sunnudagaskóla í prestlausum bygðum — staðið fyrir sumarnámskeiði í kristilegri fræðslu fyrir æskulýð vorn. Þess utan hefir það gefið út vandað ársrit, “Árdísi.” Stærsta viðfangsefni þeirra og hugsjón, bygging sumar- búða fyrir æskulýðinn, honum til fræðslu og hressingar, er nú í þann veginn að rætast. Stórt verkefni og fagurt hafa þær þar með höndum, með hjálp Guðs og sameinuðum kröftum munu þær farsællega fá þvi til leiðar komið. Og nú, þegar vér höfum horft yfir farinn veg, sækja minningar hins liðna að hugum vorum. Minningar um menn og konur, sem gnæfa ýfir aðra í voru kirkjulega starfi. Sannkallaðir vökumenn, sem vel og trúlega héldu vörð um málefni Drottins. Þeir stóðu sem “klettar í hafinu” á um- róts og leysinga tímabili. Flestir þeirra eru nú lagstir til hinztu hvíldar, en þakklát minning vor krýnir þá heiðurs- sveig. Leiðin þeirra margra hverra eru lág og nafnlaus í dreifðum grafreitum út um sveitir, í bæjum og borgum. Minnisvarðar þeirra eru verkin, sem þeir unnu, kirkjurnar sem þeir reistu og hugsjónirnar, sem þeir vöktu yfir og fórnuðu fyrir. í trú á guð, sem ávöxtinn gefur. biðjum vér hann að gefa oss marga þeim líka í nútíð og frauntíð. Megi safnaðarlýður vor í komandi tíð vera hafinn yfir alt yfirborðsskrum og sjálfs-auglýsingar. Guð gefi oss öllum hina alvöruþrungnu, einlægu, barnslegu, starfandi trú, lif- andi áhuga og fórnfúsa lund til að starfa meðan dagur er. Áfram í Jesú nafni! Gjöf í Missions sjóð $5.00, frá ekkju í Saskatoon. Kaupendur Sameiningarinnar eru bsðnir afsökunar á drætti þeim, sem orðið hefur á útkomu blaðsins — hátíða eintakinu og nú þessu september eintaki. — Hefur sá drátt- ur stafað af annríki í prentsmiðjunni og veikindum ritstjóra, sem hefur legið á sjúkrahúsi í rúman mánuð.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.