Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1945, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.09.1945, Blaðsíða 15
175 betur fer eru margir í hópi samverkafólksins, sem lýða vegna hinna huldu synda sinna. Á yfirstandandi tímum færir hvert dagblað frásagnir um réttarhöld yfir illvirkjum — hegningum fyrir afbrot smá eða stór — yíirheyrsiur — vitnaLeiöslu dom. r'óik ræðir og ritar um margt skelfilegt, sem skeð hefur, og löngun til hefnda virðist gagntaka fólk. Engin getur mælt með því að glæpir ættu að líðast án hegningar, og eitt er víst að aliir glæpir hafa sína eigin hegningu í för með sér. Allir, sem rangindi hafa framið þekkja það náttúru- lögmál, hvernig hegning fylgir, hver sem rangindi fremur hlýtur að líða fyrir það — það er órannsakaniegt lögmál. Hitt er gott að muna, það hlýtur ávalt að vera á móti Guðs vilja að koma fram hefndum —• hegningin í höndum manna á rétt á sér einungis ef hún er látin í té til þess að leiða á rétta leið. — Sé þar aðeins um hefnd að ræða, hefur hún sín spillandi áhrif á einstakling og þjóðir. Það veldur mér stundum mikilirar ányggju, hve dóm- harðir vér erum að verða. Það er eins og reynsla síðustu ára hafi gert fólk harðgeðja, illkvitnislegt og laust við alla meðlíðan. — Þegar þegnar konungsins, sem eg sagði ykkur frá í byrjun, skyldu hve illa honurn leið, fór þeim að þykja vænna um hann. Ef vér skyldum samferðafólkið betur yrði það okkur kærara. Einu sinni áttu þeir vimrmr r’roude og Carlyle samleið og mættu blindum beiningamanni — Carlyle gaf honum skilding og þegar þeir sáu hundinn hans leiða hann beint að dyrum næsta vínsöluhúss, sagði Froude eitthvert ásökunarorð og ávítaði Carlyle fyrir heimsk- una. — “Aumingja maðurinn,” svaraði Carlyle, “ef við þektum alt, sem hann hefur orðið að líða mundum við ef til vill ekki dæma hann.” — Undir líkum kringumstæðum talaði John Wesley, þegar á vegi hans varð ásjálfbjarga aumingi af áhrifum víns: “Þetta gæti verið John Wesley, nema fyrir guðs náð.” — Ef þú aðeins vissir — þekktir sögu þessa eða hins, yrðir þú ef til vi.ll varkárari með dóma þína. Jesús sagði: “Hneikzlanir hljóta að koma, en vei sé þeim, sem hneikzlunum veldur.” Þá, örfá orð til þeirra, sem þessar byrðir bera. — Hver, sem byrði þín er, vinur, þá gerðu þitt ítrasta til að losna við hana. Það er engin hetjulund að gera ekki sitt ítrasta til þess. Fyrst vildi eg ráðleggja þér að taka þessa byrði til hans, sem getur losað þið við hana. Vefðu hana ekki að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.