Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1945, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.09.1945, Blaðsíða 7
167 þess sem er, því “fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla.” Gjarnan vildi eg hjá því sneiða, en vel þola þessir fyrri tíma menn samanburð við oss síðari tíma menn, um margt voru þeir vel gefnir. Trú þeirra var alvarleg og þrungin af áhuga fyrir hinum djúpu spurningum manns andans. Þess vegna voru þeir spentir fyrir og fylgdust með guðfræðilegum rökræðum, sem jafnvel á frumland- námstíð áttu sér stað. Síst skal fjöður yfir það draga að þeir tóku þátt í kirkjulegum ágreiningsmálum, er oft gengu nærri sálum manna. Aldrei, eftir mínum skilningi, voru þeir upphafsmenn að þeim, en þeir fylgdu þar þeim, sem leiðsögn höfðu. Sízt ber oss sem hér erum samansöfnuð í þessari tímans fjarlægð að horfa með vorkunn eða lítils- virðingu til látinna leiðtoga eða safnaðarlýðs fyrir deilur þær, er þeir áttu í. Þær voru lífræn merki vakandi anda stríðandi manna, sem þráðu að byggja á traustum grund- velli. Þeir létu engar ytri hindranir aftra sér frá því að verja sín andlegu óðul. Þeir þoldu þrautir, misskilning og vinslit, fremur en að gera samninga við eigin samvizku um þau mál er þeir töldu mest um varðandi. Hið fórnfúsa starf margra leikmanna foringja, frá hin- um fyrri árum, heima í söfnuðum sínum gerði þá að and- legum goðorðsmönnum, en aflaði starfinu styrks og virð- ingar heima fyrir og efldi jafnframt áhrifavald félags- heildarinnar út á við. Nýja starfshætti varð að skipuleggja. Forustumenn í starfi safnaðanna sátu venjulega á þingum og fluttu heim með sér til safnaðanna ákvæði og ályktanir kirkjuþinga ár frá ári. Kirkjuþingin hafa ávalt verið stórvægilegt atriði sögu vorrar. Hugsjón séra Jóns Bjarnasonar og annara frumleið- toga vorra var sú, að hin árlegu þing væru sem lífæð starfs- ins ■— að aldrei væri of vel til vandað með þá, er til þings væru kosnir. ítrasta áherzla var á það lögð. að þingin væru sem bezt undirbúin. Urðu þau mörg áhrifarík og mynduðu straumhvörf í vestur-íslenzku þjóðlífi. Lengi vel voru það aðallega karlmenn, er þing sátu; á síðari árum hefir orðið þar á mikil breyting, stöðugt færri karlmenn, er á þingi eiga sæti, en því fleiri konur. Ekki vildi eg gefa í skyn að konur séu ekki eins færar til að vera erindrekar og karlmenn, en þó getur mér ekki annað en fundist, að sízt sæmi það okkar ágætu nútímamönnum, að leggja þá byrði á herðar kvenna.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.