Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1945, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.09.1945, Blaðsíða 14
174 og fólkið gekk í burtu og skildi að jafnvel konungur þeirra bar sína byrði hulda fyrir öðrum. Þessi saga kom mér í hug þegar eg hugsa um hve margir eru líkir þessum konungi. Þeir ganga um götur og torg með bros. á vör, bera sig vel eins og ekkert ami að. En ef til vill er eitthvað sem sverfur að, eitthvað, sem engirrn veit um. Áreiðanlegt er að hið ytra útlit, er oft villandi. Oft eru feldir harðir dómar af því fólk veit ekki betur. Ef til vill hefur einhver áhyggjur út af heilsubilun, sem vekur svo mikinn ótta, að kjarkur brestur til að láta rannsaka hvað sé að. — Ef til vill hefur rannsókn verið gerð og þeir skilja að þó dauðinn komi ekki á morgun eða hinn daginn hangir þó sverðið yfir höfði þeirra. — Fleiri en við vitum eru í þeim hópi; ekkert æðruorð, starfi haldið áfram, en innst í huga meðvitundin um að tíminn sé stuttur — slög klukk- unnar heyrðust í fjarska. Stundum eru áhyggjur í sambandi við heimilis kringum- stæður. Sagt hefur verið frá presti nokkrum, sem var óþreytandi að úthell-a huggun og styrk til annara og aldrei kvartaði yfir neinu. Þegar farið var að skoða ritverk hans að honum látnum, voru flestar blaðsíður, er skrifaðar höfðu verið hin síðari ár merktar með tárum. Skuggi hafði fallið yfir þröskuld heimilisins. Skuggar falla svo víða yfir þrep- ið — engum er skýrt frá því, en skugginn er þar. — Hve margir ganga með þunga byrði orsakaða af því. Fjárhagslegar áhyggjur er önnur byrði, sem fjöldinn ber. Efnalegt sjálfstæði óvíst, jafnvel hjá þeim, sem fjöldinn hefur álitið örugga en í þeirra instu vitund var þessi óvissa að auka þeim áhyggjur. Stundum vaknar sú hugsun hjá mönnum að ólánið sé að elta þá, þeir eru sannfærðir um að “sjaldan er ein báran stök”, og kvíða því komandi degi — kvíða óvissri framtíð og harma það að ekkert öryggi sé fyrir hin efri ár. Aðrir bera þunga byrði út af einhverri synd, sem hann hefur drýgt og ekki getur farið úr huga. Aldrei hafa eins mörg sjálfsmorð verið framin í heiminum eins og nú á þessum tímum, hin ógurlegu hriðjuverk, sem eru að koma í ljós eru í sumum tilfellum orsök þeirra. — Þó sýndir samferðafólksins séu ekki svo stórkostlegar geta þær þó orðið þeim til mikilla kvala. Ef til vill eru ýmsir svo harðgeðja að engin sektarmeðvitund kemst að en sem

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.