Sameiningin - 01.09.1945, Blaðsíða 16
176
hjarta þínu til að geyma hana þar sem enginn sér. Aug-
lýstu ekki heldur fyrir mönnum hvað að er, því venjulega
veita þeir enga hjálp. — Guð hefur hlustað á sorgarkvein
mannanna barna frá upphafi vega, hann hefur hjálpað þeim
að bera sínar byrðar — þangað tók postulinn Páll sínar
byrðar. — “Þrisvar,” segir hann, “bað eg drottinn að taka
byrðina,” — en þegar þessi þyrnir í holdinu var ekki tek-
inn burtu ákvað hann að snúa þeirri byrði í blessun og
hann þakkaði guði fyrir veikleika sinn, þannig var hann
yfirskygður að krafti Krists. Þegar hann fann til veikleika
síns var hann sterkastur. — Öll reynsla getur fyrir guðs
náð gert þig styrkan.
Að endingu — mig undrar stundum hvernig hvert og
eitt af oss liti út, ef fólk gæti séð okkur eins og vér erum.
Án efa yrðum vér víða fyrir sárum vonbrigðum, í öðrum
tilfellum fyrir hinni mestu gleði. — Sumir ættu skilið að
vera vísað í lægri sess, aðrir yrðu færðir upp á við — það
er dýrmætt að alsjáandi auga Guðs hvílir á gjörðum allra.
Leiðir vor allra liggja til guðs og það er áreiðanlegt að
þegar vér höfum fundið hann munum vér ekki koma fram
fyrir hann uppblásnir af hroka og mikilmensku yfir okkar
miklu afrekum. Vér munum lúta höfði í auðmýkt. Vér
megum líka vera fullvissir um það að hann mun þá taka
burtu byrðina hver sem hún er; um það geta hinir endur-
leystu borið vitni. Lauslega þýtt.
Þá eik í stormi hrynur háa,
hamra því beltin skýra frá;
en þegar fjólan fellur bláa
fallið það enginn heyra má;
en ylmur horfinn innir fyrst
'urtabygðin hvers hefir mist.
Hjónin Bjarni og Stefanía Jones í Minnesota, eru nú
bæði gengin til hiratu hvíldar. Telst það líklega ekki með
stórtíðindum mitt í öllu því sem yfir hefir dunið á þessu
síðasta ári. En margir munu þó sakna þeirra hjóna.