Sameiningin - 01.09.1945, Blaðsíða 5
165
og ills. Þess vegna er þörfin brýn, sér 1 lagi nú á þessum
tímum, þegar vísindalegar uppgötvanir hafa tekið þeim
undra framförum, að öllum öflum sé beitt til þess að hin
nýja þekking, sem -hver uppgötvun hefur í för með sér,
verði notuð til blessunar en ekki bölvunar.
Andlegur þroski manna verður að taka jafn miklum
framförum og vísindalegar uppgötvanir. -—■ Siðferðislegt
þrek og kristilegt hugarfar verður að vera sterkara en
hyggjuvit. — Á þessu sviði hefur hin kristna kirkju um
heim allan undra hlutverk fyrir hendi.
Atom-sprengjan hefur breiðsveiflað því boði um heim ,
gjörvallan: “Lærið að lifa í friði eða þér munuð deyja.” —
Úlfúð og þrætur manna á milli eru sprottnar af sömu
rótum og alheimsstríð. — Við lok þessa stríðs látum oss
skilja kraft þessarar kenningar í hverri félagsheild, á hverju
heimili, í hverju bygðarlagi, í hverju þjóðfélagi, í alheimi.
Friður eða eyðilegging.
Guð gefi oss öllum náð til að læra lexíurnar mörgu,
sem stríðið, með öllum þess hörmungum, hefur fært oss.
Hann gefi oss náð til þess að gera vorn litla skerf til að
byggja hinn nýja heim. Látum oss ekki gleyma hinni miklu
fórn, sem færð hefur verið til að sigur ynnist. — Látum
oss ekki gleyma hinum dánu, hinum særðu, hinum, sem
heim koma aftur, vér erum í stærri þakklætis skuld við þá
alla en orð geta túlkað.
Megi Guð vera syndugum heimi miskunsamur. Megi
allar þjóðir gefa sig honum á vald, svo hans andi leiði þær
á braut friðar og framfara um ókomnar aldir.
Trúmenska safnaðarlýðs vors
Erindi flutt á kirkjuþingi í Winnipeg 1945.
Eftir séra Sigurð Ólafsson.
Herra forseti, og háttvirta kirkjuþing:
Sextíu ár sögu vorrar, sem kirkjufélag, liggja oss að
baki. Engum af oss fær dulist að þetta eru mikilsverð tíma-
mót. Úr þessum áningarstað er eðlilegt um að litast. En
öllu öðru fremur lyftum vér þakklátum hugum til algóðs