Sameiningin - 01.09.1945, Blaðsíða 12
172
Lærisveinarnir eru annars hugar. Þá dreymir um jarð-
neskan konungsljóma, sem muni einnig leggja á þá.
Samræðurnar halda áfram. Meistarinn segir þeim í
hverju Messíasartign hans sé fólgin: Mannssonurinn á að
líða margt og honum verði útskúfað af öldungunum og
æðstu prestunum og fræðimönnunum. Hann muni verða
deyddur og rísa upp aftur eftir þrjá daga. Lærisveinarnir
stara á hann. Þessu vilja þeir ekki trúa — geta ekki trúað.
En fölva slær á.alla vordýrðina við Sesareu Filippí.
Þá segir meistarinn þeim að þetta sé lífið sjálft, ekki
aðeins fyrir hann, heldur einnig fyrir þá — alla, sem vilja
fylgja honum, þetta: að þjóna, líða, deyja fyrir aðra, fórna
sjálfum sér. Leiðin til að bjarga lífi sínu sé að týna því. Og
aítur dregur ský fyrir sólu. í þytinum í skóginum heyrist
eins og eilífðin duna, og Hermon verður altarið í óendanleg-
um helgiljóma Guðs undir bláhvolfi himinsins.
“Þú ert Kristur.” Það hljómaði eins og undiralda á leið-
inni aftur til Damaskus. Við ókum á fleygiferð, og athyglin
var minni en áður við að skoða landið. Við sjáum kirkjur
með krossi á þaki í E1 Kuneitra og langar til að vera þar við
tíðasöng, en þess er enginn kostur. Þegar norður kemur,
sjáum við glöggt að nú er miklu bjartara en um morguninn.
Fjalladalurinn blasir greinilega við, sá er skilur Hermon
frá Anti-Líbanon, og féll í milli með stýfðum tindum. Annar
fjalladalur klýfur Anti-Libanon að endilöngu, svo langt
norður sem augað eygir. Þar austur af rís innan um önnur
fjöll há strýta, rétt eins og þar væri Baula komin.
Við nálgumst óðum Damaskus, og allt í einu minnumst
við löngu liðins atburðar, sem slær nýjum ljóma á þennan
sjóndeildarhring og hugsanir, sem Sesarea Filippí hafði
vakið.
Fólk er á ferð sunnan að, á sömu leið og við förum,
lítill flokkur karlmanna. Einn er miklu svipmestur; þótt
hann sé lágur vexti, er nærri því eins og hinir hverfi allir
fyrir honum. Ennið er hátt og bjart og honum brennur
eldur úr augum. Öðru hvoru líður yfir andlitið skuggi af
áhyggjum og kvöl. Hann virðist vegmóður en sú þreyta er
þó eins og ekki neitt hjá því sem þjáir hjarta hans. Hádegis-
sólin skein í heiði. Hann strýkur hendinni um höfuð sér,
það er líkast því sem hann sé að verjast óbærilegum
þungum hugsunum og sárum minningum. Skyndilega leiftr-