Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1945, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.09.1945, Blaðsíða 17
177 Bjarni lézt 18. október síðastliðinn. Hefir hans áður verið minst í Sameiningunni. Stefanía lifði mann sinn tæpa átta mánuði; hún veiktist nokkuð hastarlega í vor og nad- aðist 7. dag júní mánaðar. Stefanía var fædd á Búastöðum í Vopnafirði 8. ágúst árið 1860; hafði því tæplega fimm um áttrætt þegar hún lézt. Foreldrar hennar voru hjónin Arngrímur Eymundsson og María ólafsdóttir. Hú ólst upp í föðurhúsum, læröi þar sinn kristindóm og það af almennum fræðum, sem kent var á góðum íslenzkum heimilum í þá daga. Kristileg áhrif, sem hún naut hjá föður og móður í æsku, voru henm hug- næm og minnisstæð alla æfi. Presturinn sem fermdi hana var séra Halldór, prófastur á Hofi, og varð henni það vega- nesti heilnæmt og haldgott, eins og fleirum. Stefanía kom til Ameríku með systkinum sínum nítján ára gömul, árið 1879. Þau fóru til Minneota, en hún hafðist þar lítið við fyrstu árin; vann þá í “vistum” í borginni Minneapolis. Haustið 1884 giftist hún Bjarna Jónssyni, sem fæddur var á sama bæ í Vopnafirði. Þau bjuggu í rúm fjögur ár í Lineoln County bygðinni vestur af Minneota; en íluttu til bæjarins, vorið 1889. Um starf þeirra í Minneota hefir þegar verið skrifað í æfiminningu Bjarna. Þau unnu í St. Páls söfnuði með áhuga og frábærri trygð í 56 ár; voru í söngflokknum meðan kraftarnir entust; sáu um altarisáhöld og annan kirkjubún- að fram til síðustu stundar. Stefanía var í kvenfélagi safn- aðarins frá stofnun þess félags og þangað til hún do. Hafði verið forseti félagsins og gengt öðrum embættum; og leið víst aldrei svo ár, að hún væri ekki í einhverri af árlegum nefndum félagsins. Stefanía var innilega trúuð kona, viðkvæm í lund og hjartagóð. Hún hafði yndi af tilbeiðslunni. Rækti þá kristin- dómsskyldu frábærilega vel bæði heima og í kirkjunni. Hún var kona smávaxin, holdgrönn alla ævi, lima-nett, ög hefðu því ókunnugir mátt ímynda sér að hún væri táp- lítil. En það var öðru nær. Stefanía var rösk við vinnu og stjórnsöm á heimili. Hafði fengið góðan skilning á húshaldi að hérlendum sið, þegar hún vann fyrir sér í stórborginni; og þeim lærdómi gleymdi hún aldrei. Heimili þeirra hjóna var hreint og smekklegt æfinlega.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.