Sameiningin - 01.04.1940, Blaðsíða 5
51
árangur að loknu erí'iði; hressingu, hvíld og vinafagnað.—
Gröfin var áður eins og myrkar dyr; bústaðurinn eins
og eyðibýli; það var hljótt og tómlegt á þeim stöðvum.
Hversu mikið sem skygði að í mannlífinu, þá var þó gröfin
dimmari. Gestrisin var hún ekki, þótt hún biði allra manna
með opnu myrkrágini. Hún fældi menn frá sér. Enginn
fór öruggur um þær stöðvar.
En svo kom meistarinn og gekk ótrauður í gegnum
þær geigvænlegu dyr. “í húsi föður míns eru mörg híbýli,”
sagði hann við vini sína, — “og þegar eg hefi farið burt og
hefi búið yður stað, kem eg aftur og mun taka yður lil
mín.” Hann efndi þau orð; fór um dimmu göngin og kom
þaðan aftur til sinna. Og síðan hefir aldrei verið al-dimt á
stöðvum þeim. Allir, sem trúa meistaranum, geta séð Jjósið
framundan, þegar dimma tekur. Og því betur seni þú hefir
fylgt og þjónað honum hér á jörð, því iunilegri sem vinátt-
an hefir verið á milli þín og hans, því bjartara verður það
Ijós fyrir augum þínum í kvöldhúminu. Það verður þér
eins og jarteikn um sigur og t'rið að loknu stríði; það bendir
þér heim til fundar við Drottin; heim í fögnuðinn og dýrð-
ina, sem hjá honum býr að eilífu. Gröfin er ekki heljar
hlið lengur; hún er inngangur til ljóss og lífs, og sannkall-
aðar “fögrudyr.”—
“Lofsamleg er sú lukkustund
þá lít eg þig, herann þýði
í þinni prýði;
gef mér loksins þann fagnaðarfund,
þó fyrst um sinn hér bíði.”
—G. G.
25. sálmur Davíðs
(7. vers)
Mundu ei til æsku minnar
Yfirsjóna — Drottinn kær,
Grunnlaust djúpið gæzku þinnar
Gef um eilífð hylji þær.
Lít til mín af mildi þinni,
Miskunn eg svo hreldur finni,
Sára hjartans sorg og pín
Sefi og mýki náðin þin.