Sameiningin - 01.03.1941, Side 6
36
ur uppi á raeðal ókristinna þjóða — “erlenda trúboðið,”
sem svo er kallað, eða kristniboðið. Þar hefir hún átt
marga sína beztu menn. Og hvergi hefir erindi Krists verið
rekið af meiri fórnfýsi, meiri hetjuskap — eða með betra
árangri, þegar á alt er iitið. Framtíðarvon kristninnar er
að miklu leyti undir því komin, hvernig trúboðinu reiðir af,
því að hún lifir ekki til langframa nema hún breiðist út.
Hún á það sammerkt með öllu sem lifir, að þegar hún
hættir að vaxa, þá byrjar hún að deyja.
Og hvað líður þá j)essu fjöreggi kristninnar, trúboðinu
í útlöndum? Mikill hluti ])ess er í nauðum statt, ef ekki
dauðahættu. Kirkjurnar í ófriðarlöndum Norðurálfu. það
er að segja á Þýzkalandi, Hollandi, Fralcklandi; í Noregi,
Danmörku og Belgíu, hafa orðið nauðugar viljugar að sleppa
hendi af sínum kristniboðs útvegum. Finska trúboðið má
teljast hér með, jafnvel þótt Finnar séu nú lausir við
ófriðinn að sinni. Trúhoðsfvrirtækin, sem Mótmælenda-
kirkjan í löndum þessum hefir staðið straum af. eiga nú
ekki beinar samgöngur við móðurkirlcjurnar og í'á þaðan
engan styrk. Standa því uppi berskjölduð og munaðarlaus;
orphnned missions, eru þær vinnustöðvar kallaðar á ensku
máli. Katólska kirkjan er auðvitað betur stödd í þessu
efni. Þótt hún bíði skakkaföll einhversstaðar, þá er bol-
magnið nógu mik’ið til að sjá starfinu borgið eins fyrir
því.
Munaðarlausu missiónirnar eru nú 168 talsins; 56 eru
af lúterskum stofni, en 112 heyra til öðrum mótmælenda-
kirkjum. Þrjú þúsund og fimm hundruð rnanns voru starf-
andi á þessum stöðvum í ófriðarbyrjun árið 1939. Fjár-
styrlcurinn sem þær fengu hei.man að, mun hafa numið
hálfri fimtu miljón dölurn árlega. tmsar kirkjurnar fengu
sent nokkurn aukastyrk til trúboðsins rétt áður en sam-
göngur tókust af, og geta því sum svæðin að einhverju leyti
fleytt sér á þeim fjárafla fram að lokum þessa árs. En aðrar
missiónir höfðu ekki því láni að fagna. Svo var um hol-
lenzka trúboðið á Indlandseyjum. Það stóð uppi gjörsam-
lega félaust og þurfti hjálp úr öðrum áttum þegar í stað.
Að ÖIlu saman lögðu, með því að hætta við nokkrar deildir
í verkinu og færa kaupgjaldið niður í sultarlaun eða því
sem næst, munu þessar 168 missiónir geta bjargast af til
ófriðarloka með svo sem tveggja miljóna styrk á ári. Ef til
vill getur kirkjan á Bretlandi, í Suður-Afríku og Ástraliu,