Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1941, Side 7

Sameiningin - 01.03.1941, Side 7
37 lagt fram hálfa miljón eða svo. Hitt verður að koma frá Norður-Ameríku. Um önnur lönd er ekki að ræða eins og nú standa sakir. Kirkjurnar í Vesturheimi lögðu fram nógu mikið fé til að sjá þessu starfi horgið á síðasta ári. En þá var upphæðin minni, sem safna þurfti. Nú þarf þátt- takan að vera almenn, til þess að hjálpin komi greiðlega og ekki um seinan. Kristniboðsstarfið. sem hér ræðir um, er auðvitað ekki munaðarlaust, nema um stundarsakir. Móðurkirkjurnar eru ekki dauðar enn. Kirkjan í Evrópu lifir; og það, sem meira er um vert, áhuginn lifir. Úr öllum ófriðarlöndunum koma undursamlegar fréttir um kristnihoðsstarfsemina, sem þar heldur áfram fullum fetum í gegnum allar þrautirnar; um sumarskóla fyrir trúboðsefni, um hvatninga-erindi; jafnvel um fjársöfnun til þessa starfs, og er hún sumstaðar meiri en á undanförnum árum. Á Hollandi til dæmis söfn- uðu missiónarfélögin meira fé í júlí, 1940. heldur en í júlí 1939. En sá er hængurinn, að ekki einn eyri af þessu fé má senda lit yfir landsteina fyr en vígum linnir. Og Hol- lendingar hafa nú tráboðaefni reiðubúin að taka við þýzka trúboðinu, sem nú er fáliðað, yfir á Indlandseyjum. Hvenær þeir muni komast til verksins er eftir að vita. Frá öðrum ófriðarlöndum koma söniu fréttirnar. Kirkj- an á Frakklandi er mjög illa stödd. og þó eru mótmælendur í París að safna fé, bæði heima fyrir og á Svisslandi, til kristniboðsins. Og jafnvel á sjálfu Þýzkalandi virðist áhug- inn hafa farið fremur vaxandi sumstaðar. Ársfundur Rínar- félagsins í sumar var bæði fjölsóttur og ljörmikill; miklu betra þing, segja fréttirnar, heldur en það fræga kristni- boðsfélag hefir háð í mörg ár. Og þá eru Norðmenn ekki af baki dottnir. Þeir gáfu eina tvö hundruð þúsund dali til kristniboðsins rétt nýlega, úr sjóðum, sem geymdir eru á Bretlandi. , Fréttirnar eru mikilsvarðandi. Þær sýna það, að Norðurálfukirkjunum er ant um þetta starf. Það fellur ekki niður, kemst ekki á vonarvöl eftir ófriðinn — ef hér- lent kirkjufólk hleypur nú undir bagga i bili. Það er ekki eins og menn séu beðnir að borga fyrir dauðan hest, eða að reisa horgemling. Margar af ])essum trúboðsstöðvum eru tápmiklar, stórmerkar í sögu kristinnar kirkju. Þýzka trú- boðið á Indlandi lil dæmis, missiónir Dana á Sýrlandi og í Manchuríu, eða Norðmanna í Madagascar, rétt til að nefna

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.