Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1942, Qupperneq 4

Sameiningin - 01.04.1942, Qupperneq 4
0 Konurnar úr lærisveinahópnum ber fyrstar allra fyrir augu vor. Frásagan segir að “mjög árla, áður en birti af degi, fara þær til grafarinnar.” Þær vilja heiðra minningu meistara síns, með órofa trygð og þjónustu, til þess síðasta. Þær höfðu komið með honum norðan úr Galileu, höfðu einnig verið sjónar- og heyrnarvottar að öllu því, er skeð hafði á föstudaginn langa; voru í fylgd með þeim er lögðu hann til hvíldar, og “settu á sig staðinn þar sem hann var lagður.” til þess að verða vissar um að finna hann síðar. •— Meðan að borgarbúar sváfu, “áður en birti,” voru þær á leið út að gröfinni. Kvíði út af því hvernig að steininum yrði velt frá var aðal áhyggjuefni þeirra. En er þær komu þangað varð undrun þeirra stærri en orð fengju lýst, því gröfin var tóm, og himneskur sendiboði, engillinn, sagði þeim að Jesús væri upprisinn. Þennan boðskap áttu þeir að flytja postulum hans, er harmandi og vonsviknir sökum dauða Jesú, héldu hópinn, og voru ekki á almannafæri. Með óttakendri undrun leggja konurnar af stað að færa postulunum boðskap þann, er þeim hafði verið trúað fyrir. Sorgin er í huga þeirra bjó, óttinn og: efinn, er legið hafði þeim á hjarta, ósvöruðu spurningarnar er sótt höfðu að þeim urðu ekki eins kveljandi. Sólin hafði komið upp. Ládeyðuloftið og þokan er hvíldi yfir borginni að nóttu til, var nú að hverfa fyrir geislum hækkandi sólar. í hjört- um kvennanna var þó enn bjartari sól tekin að skína. Með innri gleði er var orðum meiri, eygðu þær þann nýja sann- leika, að Jesús hafði sigrað dauðann! Nýtt útsýni, áður óþekt, víðfeðmi þess boðskapar er Jesús hafði flutt birtist þeim í dýrðarfyllingu. Sigur lífsins, æðsti og stærsti sigui jarðarbarnsins hafði numið land í sálum þeirra. Upprisusögurnar geta þess að María frá Magdölum varð viðskila við hinar konurnar, er við gröfina höfðu verið, hún fór ekki ásamt þeim áleiðis til dvalarstaðar lærisveina hans. Ef til vill hafði hún komið til grafarinnar fyrst, ein á undan hinum konunum. María hafði hlotið undraverða lækningu af Jesú. Hún virðist að hafa verið skilningsríkur og hjartfólginn lærsiveinn. Hversvegna varð hún eftir, við gröfina, er hinar konurnar hurfu þaðan á brott? Mætti ekki álykta að sorg hennar yfir dauða hennar væri einmitt djúptækari en allra hinna kvennanna? Straumhvörf at- burðanna — frá vonlausri sorg — yfir dauða hans, að áþreifanlegri vissu um það að hann væri á lífi, voru oí

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.