Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1942, Page 5

Sameiningin - 01.04.1942, Page 5
51 snögg, til þess að hún gæti áttað sig. Hún stóð þar ein og grét! Óttinn um að hugsanleg mistök gætu átt sér stað, efi að þetta gæti verið satt, gátu einnig valdið dvöl hennar þar. Það er haft eftir einu af góðskáldum íslands, er átti mjög erfitt með að trúa, að hann hafi eitt sinn sagt: “Maður efar í lengstu lög, það sem maður helzt þráir að trúa.” Syrgjandi sála þráir einveru, til þess óhindruð að úthella saknaðartárum sínum. — Þar sem hún nú stóð við gröfina, heyrir hún ávarpsorðin: “Kona, hví grætur þú?” Eg minni. á orð íslenzka sálmaskáldsins séra Valdimars Briem: “Hví grætur þú kona? þá kvað við í lund, í kyrláta blænum um vormorgun stund; hvers leitar þú, kona, hér látins á beð? Við lífið og upprisu Drottins þig gleð.” Hrygð Maríu orsakaðist af því að hún sá ekki líkama Jesú, og vissi ekki hvað af honum hafði orðið. Það út af fyrir sig sýnir að hún hafði enn ekki áttað sig á þeirri stað- reynd að meistarinn væri risinn upp frá dauðum. Þar sem hún nú stóð þarna vissi hún ekki, (fremur en við stundum) að einmitt á því augnabliki þegar að sorgin liggur sem þungt farg okkur á herðum, einmitt þá var verið að lesa þörf sálu hennar með samúð og fylsta skilningi, á þeirri huggun, er hún helzt þurfti á að halda. Eitt einasta orð var til hennar talað, en það opinberaði henni nýjan dýrðarheim fullan af öruggleika og sæluríkri von. Hún heyrði sitt eigið nafn nefnt: “María.” En það var borið fram með þeim hljómblæ, með þeirri áherzlu, er bergmál- aði minningu liðins tíma. Hún leit upp, því nafn hennar þannig framborið tendraði glóð fornra minninga. Brátt áttaði hún sig á því, að hann, sem hún hugði dáinn að vera, stóð þar hjá henni, og var að tala við hana. — Hin blinda sorg, er að þessari stundu grúfði sig yfir sálu hennar hvarf nú, eins og skýjadrög fyrir sólu. Fögn- uður gagntók sálu hennar yfir þeirri vissu er henni hafði birst. Sá fögnuður myndi vara til æfiloka; í honum eygði hún björt sumarlönd, er færðu henni sigur lífsins. Jesús hafði sigrað dauðann. Öll sorgarský mannlegrar reynslu voru gullbrydd af sigri hans!— Að lokum leiði eg athygli að dagrenningu þeirri er átti sér stað í sálum tveggja lærisveinanna, á Emaus-göngu þeirra, hinn fyrsta páskadag. Mennirnir eru ekki nafn- greindir. Hugsast getur að þeir hafi átt sameiginlegan

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.