Sameiningin - 01.03.1944, Side 8
38
þörfnuðust fastan prest. Á meðal þeirra er söfnuðurinn í
Mount Carroll, sem eg nú hefi tekið köllun frá Að eg hefi
þannig tekið starfi utan íslenzka kirkjufélagsins. stafar ein-
vörðungu af því að sem stendur er ekkert prestakall til innan
þess vébanda er þarfnast þjónustu, sem eg á þessu stigi
ævinnar treysti mér til að rækja. Eg geri ráð fyrir að ein-
hversstaðar kynni þjónusta mín að vera þegin. Eg er að
vísu við góða heilsu og finst að eg muni geta átt framundan
margra ára starf, en ekki í erfiðu prestakalli þar sem mörgum
kirkjum væri að þjóna. Eg hefði átt kost á að fá köllun frá
ýmsum söfnuðum hér syðra ef eg hefði gefið kost á mér,
en er eg kyntist í Mount Carroll, og fólkið þar hafði hug á
að fá mig, fanst mér að þar mundi eg geta fallið inn í
og notið mín. í prestakallinu er aðeins ein kirkja. Byrjar
föst þjónusta þar 1. marz, þó eg hafi reyndar þjónað þar að
mestu leyti síðan um nýár. Um óákveðinn tíma, að minsta
kosti mest af þessu ári, mun eg halda áfram jafnhliða starf-
inu á skrifstofunni hér í Chicago. Mér fanst auðveldara að
þjóna á einum stað en að flytja guðsþjónustur víðsvegar
eins og árið sem leið.
Ekki er eg í neinum vafa um að eg mundi oft sakna
samfélagsins í íslenzka kirkjufélaginu. Eg hefi verið því
samgróinn svo lengi. Eg mun fylgjast með málurn þess og
starfi af áhuga og gleðjast yfir allri velferð þess. En eg er
þannig gerður að eg aldrei set fyrir mig til lengdar það sem
verður að vera og ekki verður að gert. Eg tek því sem ráð-
stöfun guðlegrar forsjónar að eg nú taki starfi þar sem eg
hefi von um að geta notið mín án erfiðra ferðalaga. Þá þrá
ber eg fyrir brjósti að eg mætti enn á einhvern hátt vera
málefnum kirkjufélagsins að liði. En árin og ástæður leiða
í ljós hvort nokkuð getur af því orðið. Fúsleik til þess mun
eg ætíð eiga.
Á það dreg eg ekki dul að prests starfið eins og eg
hefi þekt það hefir sín vandkvæði og erfiðleika, sem þó
eigi vega upp á móti þeirri fullnægju er það veitir. Á meðal
fólks vors hefi eg notið svo mikillar góðvildar og trygðar
að það er sem hverfandi er á móti hefir blásið. Bæði sem
þjónandi prestur og sem forseti kirkjufélagsins í tuttugu
ár, hefi eg orðið fyrir svo mikilli gæfu að í huga mínum
er ekkert nema þakklæti við forsjónina fyrir að hafa leyft
mér að eiga þennan hlut að máli í lífi okkar Vestur-
íslendinga. Frá umferðastarfi mínu á sviði kirkjufélagsins