Sameiningin - 01.03.1944, Side 9
39
á eg einnig dýrmætar endurminningar. Mitt eigið mat er
að það hafi ekki síður haft þýðingu en fastastarf mitt. Eg
minnist hinna mörgu víðsvegar í bygðum er greitt hafa
fyrir mér og metið það er eg vildi gera, langt fram yfir
mína verðleika. Eg hefi fundið til þess að eg hefði notið
þess málefnis er eg vildi hefja og þeirra hugsjóna er eg
vildi þjóna. Eg hefi enga tilhneigingu til þess að ala á þeim
skilmingum er eg hefi orðið fyrir eða þeim smá aðköstum
er á mér hafa lent. Sumt af því verður að skrifa á reikning
eigin vankanta minna, en um leið að minnast þess að tæpast
verður starfað af nokkrum manndómi nema verða fyrir
slíkum vandkvæðum. Þegar þau eru liðin hjá er bezt að
þau séu gleymd, nema að því leyti er þau geta verið til
lærdóms. Eg ber engin örkumsl úr þeim viðureignum.
Þegar eg nú hverf frá kirkjufélaginu er mér það hugfró
að eg verð áfram starfandi í þeirri aðalheild, U.L.C.A., er
kirkjufélagið nú tilheyrir. Það er vel kunnugt að eg hafði
mikinn hug á því að kirkjufélagið gengi inn í Sameinuðu
lútersku kirkjuna sem fullgild heild. Eg lagði fram krafta
mína eftir því sem mér var unt til að af því mætti verða.
Skoðun mín er óbreytt í því efni. Kirkjuleg einangrun er
dauði. Engin kirkjudeild er fullkomin, en það réttlætir ekki
sérgæðingshátt. Það sem varðar mestu er að kirkjufélagið
hefir tekið ákveðið spor út úr starfslegri og kristilegri ein-
angrun á þessu meginlandi og stefnt inn á svið sameigin-
legs áhuga og framtakssemi með þeim er oss standa næst
trúarlega, um leið og það opnar leið til fyllri þátttöku í
hérlendu lífi. Eg ber fylsta traust til þeirra er nú standa
fyrir málum að halda þeim í heppilegu horfi í þessu tilliti
og öðru.
Samkomulag Vestur-íslendinga hefir ekki ætíð verið sem
bezt. Fyrir nokkrum árum flutti eg erindi allvíða í bygðum
vorum er eg nefndi “Samkomulag Vestur-íslendinga”. Þau
ummæli voru um það höfð að merkilegt væri að tala um
það er ekki væri til. Ekki ætla eg mér þá dul að áhrif mín
hafi orkað miklu, en engu að síður er það vel farið að á
síðari árum hefir sú stefna er eg hélt fram fengið aukinn
byr. Að skoðanamunur þurfi að leiða til persónulegrar
óvildar er nú mjög véfengd kenning bæði í orði og verki.
Kirkjunnar menn hafa því miður ekki ætíð borið hreinan
skjöld í þessu efni. Þeim ætti þó að sjálfsögðu að standa nærri
að efla velvild og bróðurhug sem skilyrði fyrir öllum kristi-