Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1944, Síða 10

Sameiningin - 01.03.1944, Síða 10
40 legum framförum. Með þessu er ekki mælt með sannfær- ingarleysi og hálfvelgju, heldur að sýna drengskap og rétt- sýni einnig gagnvart þeim er standa á öndverðum meið. Er eg hverf frá er það mér hugnun mesta að betur horfir við í þessu tilliti. Á síðari árum hefi eg verið mjög talsmaður þess að kfistileg áhrif þyrftu að komast að í sambandi við mann- félagsmálin. Með því vildi eg engan veginn draga úr því að kristindómurinn er fyrst og fremst einstaklingsmál og öll sönn framför er undir því komin að hugarfar og hjarta- lag einstaklinganna færist í betra horf. Ástandið í heimin- um virðist mér glöggur vottur þess að vakningar er þörf í sambandi væði við einstaklingslífið og sambúð mannanna. Vér treystum því að stríðið mikla er yfir stendur endi í sigri fyrir sambandsþjóðirnar, en vitum að með því einu læknast ekki meinin. Þá gefst nýtt tækifæri að byggja upp lífið á heilbrigðari hátt og nær anda kristindómsins. Það gleður mig mjög að nokkur vottur er þess að kirkjunnar menn séu að átta sig á táknum tímans. Eg treysti því að íslenzka kirkjufélagið verði vákandi og starfandi í þessu efni. Eg vil endurtaka þá fullvissu mína. í þessum kveðju- orðum að einkis er mannlífinu eins þörf og á Jesú Kristi og áhrifum hans. Undir hans áhrifum verður sönn mannleg velferð látin sitja fyrir öllu. Heill allra verður tekin til greina en ekki aðeins nokkurra. Svo vildi eg senda kveðju mína öllum Vestur-íslending- um. Eg hefi notið slíkrar sanngirni og réttsýni frá þeim mörgum er ekki voru mér tengdir félagslega að við það ber að kannast. Eg mun eiga samleið með ykkur þó eg verði fjær aðalbygðum vorum. Kristinn K. Ólafson. ; Sigurgeir biskup Sigurðsson, heim- sækir íslendinga í Vesturheimi Koma herra biskupsins yfir íslandi er einstæður at- burður í sjötíu ára sögu íslendinga í Vesturheimi. Hvar- vetna er hún hið mesta fagnaðarefni. Eini skugginn sem yfir henni hvílir, orsakast af því hve hröð að ferð hans er, hve óvíða að fólk vort fær notið ánægjunnar af komu

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.