Sameiningin - 01.03.1944, Qupperneq 12
42
21 ár, og um 11 ár prófastur í Norður-ísafjarðarsýslu. Hann
mun hafa átt frumatkvæði að útgáfu kirkjulegs rits er
heitir “Lindin”, er Vestfjarðaprestar gáfu út, var hann
ritstjóri þess frá byrjun, eða um 10 ár, unz hann tók við
biskupstign. Áhrif hans á Vestfirsku prestana, (sem eru
meðal hinna einangruðustu og afskektustu íslenzkra presta),
voru bæði djúptæk og blessunarrík, var hann þeim hvort-
tveggja í senn, bróðir og faðir. Eg er svo heppinn að hafa
verið lesandi og kaupandi “Lindar”, frá byrjun, tek eg hér
upp nokkur orð úr ummælum Jónasar Tómassonar er var
organisti og samverkamaður biskups, í þjónustu tíð hans á
ísafirði.
“Það voru gæfuspor, þegar séra Sigurgeir steig á land
hér á ísafirði haustið 1917, til þess að þjóna ísafjarðar-
prestakalli, fyrir þáverandi sóknarprest prófessor Magnús
Jónsson. En það var vandaverk fyrir nývígðan prest að taka
við af honum. Séra Magnús hafði verið hér aðeins tvö ár,
hæfilega lengi til þess að menn kyntust hans góðu kostum.
Hann var frjálslyndur í skoðunum, og mjög í samræði við
ísfirska alþýðu á ýmsan hátt; ræðumaður ágætur og glæsi-
legur fvrir altari. Samt fór svo, að strax á næsta vori hafði
séra Sigurgeir unnið sér þær vinsældir hér í söfnuðinum
að fáir eða engir munu hafa óskað eftir öðrum presti, enda
var hann þá kosinn til þessa prestakalls. — Ræður og
flutningur þeirra, sem í byrjun var sæmilegt, batnaði dag
frá degi, tónið var ágætt — og öll prestsverkin unnin: í
sannfœring trúarinnar, samfara frjálslyndi, — í vonargleði
fanaðarerindisins, en samt með alvöru, í krafti þess og
kœrleika, sem jafnframt er mildur, ■— þetta prennt; en af
þessu var, fyrir hans augum, kærleikurinn mestur. Enda
finnst mér, eftir 21 árs samstarf, að hann hafi engan sálm
látið syngja eins oft og sálminn:
“Hve fögur dyggð í fari manns,
er fyrst af rótum kærleikans.”
Allt það, sem mest má prýða einn mann, er sprottið af
rótum kærleikans: Auðmýkt, hógværð, sáttfýsi. Þar sem
kærleikurinn ríkir, munu menn lifa saman í sátt og eining,
eins og góð systkin.
Þetta er grunntónninn í prédikunum séra Sigurgeirs,
það er þessi grunntónn, sem hefir hljómað hér í sókninni
og snert hjartastrengi yngri og eldri sóknarbúa, og, meðal