Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1944, Page 14

Sameiningin - 01.03.1944, Page 14
44 flutt við guðsþjónustu að Mountain 5. marz, á eftir prédikun Sigurgeirs Sigurðssonar biskups, af séra K. K. Ólafssyni. Eg þakka háttvirtum forseta kirkjufélagsins og heima- presti hér, séra Haraldi Sigmar og sóknarnefndum Víkur og Vídalíns safnaða, fyrir hið virðulega boð þeirra, til mín að vera hér viðstaddur í dag og taka þátt í hátíð þeirri, sem hér er nú vegna heimsóknar biskupsins yfir íslandi, Sigurgeirs Sigurðssonar, er hér hefir flutt fagnaðarerindi Krists á þess- ari helgu stund með þeirri andagift, sem sæmir yfirhirði kirkjuhnar. Einnig þakka eg þér séra Haraldur fyrir þína bróðurlegu framkomu í því að láta mér nú í té það hlutverk er þér sjálfum tilheyrir með réttu. Það er mér óskiftur fögnuður að fá að ávarpa þig herra biskup, við þetta tækifæri, og eiga þátt í því að bjóða þig velkominn til þessarar höfuðbygðar íslendinga í Bandaríkj- unum. Eins er mér það mjög ljúft að taka undir það að bjóða þig velkominn í nafni Kirkjufélagsins lúterska Eg veit að í þessu felst öll sú alúð og vinarhugur er komið getur fram milli bræðra, að viðbættu því hvílíkur heiður það er að njóta þinnar virðulegu heimsóknar. Kristið fólk vort hér, fagnar þér með tilfinningu fyrir þeirri þakklætis- skuld er vér erum í við íslenzka kristni. Feður vorir komu fátækir frá ættjörðinni, en þeir áttu í fórum sínum dýr- mætan andlegan arf. Þeir voru trúmenn. Það hefir verið rakið og rætt hvað hafi leitt þá hingað. Margir þeirra trúðu því að þeir væru leiddir af guðlegri forsjón. Og sagan síðan staðfestir að því fylgdi gæfa fyrir hlutaðeigendur og heima- þjóðina. Eg hefi notið þess að fá að lesa nokkuð af bréfum frá frumbýlingsárunum. Það lýsir þar merkilega af öruggri kristinni trú. Þeir vissu á hvern þeir höfðu sett traust sitt. Enda var tæpast búið að refta yfir fyrstu heimilin, þegar samtök fóru að vakna um að koma á kristnum söfnuðum og starfi. Ekki mun kirkja íslands hafa verið álitin sérstaklega vel vakandi á þeirri tíð, en þessir voru ávextirnir þegar á reyndi í lífi barna hennar. Að minnast þessa á þessum stöðvum er sérstaklega viðeigandi, því í þessari kirkju var stofnað kirkjufélag vort, er nú hefir starfið í 59 ár, og hér í

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.