Fréttablaðið - 02.03.2011, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 02.03.2011, Blaðsíða 17
Gerðu snjallsímann þinn ennþá snjallari ANDROID Android er algengasta stýrikerfið fyrir snjall síma í dag. Hugbúnaðurinn er þróaður af Google og býður upp á ótalmarga mögu- leika. Það þýðir að þú leitar uppi staðreyndir jafnt sem staðsetningar í símanum, rétt eins og þú ert vanur að gera þegar þú „gúgglar“ í tölvunni. Hvort sem þú vilt vera virkur á Facebook, mæla vegalengdir þegar þú ferð út að skokka, fá leiðbeiningar um bindishnúta, kokteilblöndun eða bara fylgjast með nýjustu fréttum, þá býður Android upp á allt þetta og ótalmargt fleira. Forritin – og möguleikarnir – eru bókstaflega endalausir. Allt í símanum þínum! Android Market Android símum fylgja fjölmörg ókeypis smáforrit og viljir þú bæta einhverju við finnur þú það á Android Market á skjá símans. Smáforritin sem eru í boði á Íslandi eru ókeypis og hlaðast niður á örskammri stundu. Þitt er að skoða, velja og njóta möguleikanna sem eru fólgnir í Android símanum þínum. Þú finnur úrval Android síma á siminn.is Ég er með gítarstilli, sem ég get notað til að stilla gítarinn, og meira að segja hefur þetta gengið svo langt að ég hef notað gítar-app í símanum mínum. Það var þegar ég þurfti óvænt að flytja „Lífið er yndislegt“ og ekkert hljóðfæri var nálægt. Maður setur „mini-jack“ í símann, tengir við græjur og svo strýkur maður bara skjáinn á símanum til að slá gripið. Ef ég missi af leik þá er ég með Enska boltann í símanum og fæ allt sent sem tengist Liverpool. Ef það er víti, rautt spjald, færi, mark ofl. fæ ég SMS með vídeó-hlekk með atvikinu. Svo ... það er ekki séns að ég missi af neinu. Golf, golf og meira golf. Þó að maður vinni hörðum höndum að því að lækka forgjöfina, sem gengur stundum alveg #$!?&%$, þá er það þannig að öll golfforritin í símanum gera leikinn bara skemmtilegri. Núna var ég að fá upplýsingar um að það væri að koma Android forrit frá Golfheimum og ég bíð spenntur eftir að prófa það næsta sumar. Það er alltaf eitthvað nýtt í boði og síminn minn verður snjallari með degi hverjum! Snjallar viðbætur beint í BlackBerry símann þinn BlackBerry App World BlackBerry notendur á Íslandi geta nú fengið aðgang að App World og valið þar úr fjölmörgum snjöllum og skemmtilegum smáforritum. Á App World finnur þú ótal leiðir til að gera ómissandi síma ennþá meira ómissandi. Þegar App World hugbúnaðurinn hefur verið sóttur er hann alltaf aðgengilegur í símanum þínum. Á App World getur þú sótt úrval smáforrita sem tengjast þínum lífsstíl og viðfangsefnum. Þau eru ýmist ókeypis eða ekki. Hægt er að greiða fyrir smáforrit í gegnum PayPal reikning eða með kreditkorti. Ekki þarf að gefa upp kreditkort þegar ókeypis smáforrit eru sótt. Kíktu á App World og fullnýttu hina fjölmörgu möguleika sem búa í Blackberry símanum þínum: blackberry.com/appworld mobile.blackberry.com NÝTT Á ÍSLANDI Með heiminn í vasanum HREIMUR EUROVISIONFARI siminn.is 800 4000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.