Fréttablaðið - 02.03.2011, Side 22

Fréttablaðið - 02.03.2011, Side 22
MARKAÐURINN2. MARS 2011 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T A S K Ý R I N G Á rið 2000 voru í boði 1.489 hótelherbergi á þriggja og fjögurra stjör nu hótelum í Reykjavík, samkvæmt tölum Samtaka ferðaþjónustunn- ar (SAF). Árið 2010 voru herberg- in svo orðin 2.686 og hafði fjölg- að um 80 prósent. Enn er svo von á aukningu í ár. Þannig er verið að breyta fyrr- um húsnæði kexverksmiðjunar Fróns við Skúlagötu í gistiheim- ilið Kex Hostel. Þar á að bjóða upp á ódýra gistingu og vera hægt að hýsa allt að 150 gesti. Stefnt er á að opna Kex fyrir sumarið. Sömuleiðis er stefnt að því að opna í vor nýtt 30 herbergja hótel við Austurstræti 6 í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum frá GP arkítektum sem annast breyting- ar á húsnæðinu. ER ÞÖRF FYRIR ÞETTA ALLT? Þá eru fleiri hótel í smíðum. Þannig er áætlað að við Mjölnis- holt verði opnað 69 herbergja hótel, en ekki liggur fyrir hve- nær. Icelandair ætlar svo vorið 2012 að opna 111 herbergja hótel Marina við höfnina í Reykjavík, Mýrargötu 2 til 8. Að auki hefur verið áætlað að rísi fjögurra til fimm stjörnu hótel við Hörpu, tónlistar- og ráðstefnu- húsið í Reykjavík. Upphaflega var áætlað að hótelið, sem átti að vera nálægt 250 herbergjum að stærð, risi árið 2013. Koma verður í ljós hvort sú áætlun stenst, því ekki hefur enn verið gengið frá fjár- mögnun eða samningum um rekstur á hótelinu. Síðan vaknar spurningin hvort þörf sé fyrir allt þetta hótelrými í borginni. Erna Hauksdóttir, framkvæmda stjóri SAF, hefur haldið utan um tölur um her- bergjaframboð í Reykjavík, en tölur hennar um þá þróun má sjá hér að neðan. Þar kemur fram að frá því um 2000 hefur framboð á þriggja stjörnu hótelrými tvöfald- ast og framboð á fjögurra stjörnu hótelum aukist um 55 prósent. Alls er þetta 80 prósenta aukning hót- elrýmis á tíu árum. Tölur Hagstofunnar sýna hins vegar að frá hruni hefur gistinótt- um á hótelum á höfuðborgarsvæð- inu fækkað. Erna bendir á að her- bergjanýting á hótelum hafi farið úr 69 prósentum niður fyrir 55 prósent á ársvísu. „Ein skýring á þessu er hve búið var að byggja gífurlega mikið af íbúðum fyrir hrun sem síðan var bara skellt út á mark- aðinn,“ segir hún. „Þetta hefur auðvitað áhrif.“ SAF birti nýverið gögn um um- fang framboðs gistingar án til- skilinna leyfa á höfuðborgarsvæð- inu. Þar kom fram að á svæðinu væru í boði yfir 12 hundruð rúm án leyfa, en er þá bæði horft til gistiheimila án starfsleyfa og heimagistingar. ÞURFUM AÐ GETA TEKIÐ Á MÓTI Erna segir hins vegar erfitt að segja til um hvort útlit sé fyrir of- fjárfestingu í gistirými í borginni. „Hverju nýju gistirými fylgir náttúrlega heilmikil markaðssetn- ing,“ segir hún og bendir á að ef laða eigi til landsins stóraukinn fjölda ferðamanna, líkt og spár gera ráð fyrir, verði gisting að vera til staðar. „Þetta er svona spurning um hvað kemur á undan, hænan eða eggið.“ Spilar þá væntanlega líka inn í þróun framboðs gistirýmis hver verður framgangur efnahagsbata landsins, því með auknum bata gæti dregið úr framboði á „svartri“ gistingu. Í gögnum SAF kemur hins vegar fram að umfang gistirým- is án starfsleyfa á höfuðborgar- svæðinu jafnist á við tvö 300 her- bergja hótel. „Það er mikilvægt að ljóst sé á hverjum tíma hvert framboð gisti- rýmis sé en grunur hefur leikið á að mikið sé um gististaði án starfsleyfa,” segir í umfjöllun SAF, en ráðist var í samantekt á framboðinu þar sem þær upplýs- ingar var hvergi að finna hjá opin- berum stofnunum. Ástæðan er sögð þríþætt, vegna samkeppnis- mála, öryggismála og til að tryggja réttar hagtölur. Fjögurra stjörnu hótel 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 Grand Hótel Reykjavík 99 99 99 99 99 99 108 108 313 314 314 314 Hilton Reykjavík Nordica 172 172 172 172 284 284 252 252 252 252 252 252 Hótel 101 38 38 38 38 38 38 38 38 Hótel Borg 49 50 51 51 51 51 51 56 56 56 56 56 Hótel Holt 42 42 42 42 42 42 42 42 42 40 40 40 Hótel Loftleiðir 220 220 220 220 220 220 220 220 220 220 220 220 Hótel Óðinsvé 37 37 37 37 37 43 43 43 43 43 43 43 Hótel Skjaldbreið 33 33 33 33 33 33 33 33 33 33 33 33 Hótel Þingholt 52 52 52 52 52 Radisson SAS Hótel Saga 216 216 211 211 211 211 211 211 211 211 211 211 Radisson SAS 1919 70 88 88 88 88 88 Alls 868 869 865 865 1015 1021 1068 1143 1348 1347 1347 1347 Þriggja stjörnu hótel 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 Fosshótel Barón 89 89 89 120 120 121 121 139 139 139 139 139 Fosshótel Lind 34 34 34 56 56 56 56 56 56 56 56 56 Hótel Arnarhvoll 104 104 104 104 Hótel Björk 35 35 35 55 55 55 55 55 55 55 55 55 Hótel Cabin 153 153 153 153 153 153 153 187 253 253 253 253 Hótel Frón 28 28 28 28 28 48 56 86 86 86 86 86 Hótel Klöpp 46 46 46 46 46 46 46 46 46 46 Hótel Leifur Eiríksson 29 29 29 47 47 47 47 47 47 47 47 47 Hótel Park Inn Ísland 119 119 119 119 119 119 119 119 119 119 119 119 Hótel Plaza 81 81 81 104 104 104 183 183 Hótel Reykjavík Centrum 89 89 89 89 89 89 Hótel Reykjavik 79 79 79 79 79 79 79 79 79 79 79 79 Hótel Vík 23 23 23 23 23 23 23 23 23 23 23 23 Hótel 4th fl oor 17 17 17 17 17 17 Metropolitan Hótel (City) 31 31 31 31 31 31 31 31 31 31 31 31 Room with a view 12 12 12 12 12 12 Alls 620 620 666 757 838 859 985 1090 1260 1260 1339 1339 H Ó T E L Í R E Y K J A V Í K – F J Ö L D I H E R B E R G J A G I S T I N Æ T U R Á H Ó T E L U M 1 9 9 9 - 2 0 1 0 800 700 600 500 400 300 200 100 0 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 Þúsund nætur Útlendingar Íslendingar Heimild: Hagstofa Íslands Hótelherbergjum hefur fjölgað um 80 prósent Framboð á gistingu í Reykjavík hefur aukist mjög síðustu ár. Óli Kristján Ármannsson rýnir í tölurnar. Hótel eru enn í smíðum. Með hruninu jókst framboð á „svartri“ gistingu. Láttu óháða sérfræðinga verðmeta fyrirtækið þitt Samkvæmt samkomulagi Beinu brautarinnar um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja er hægt að fá þriðja aðila til að leggja mat á virði fyrirtækja. Arev nýtur trausts á fjármálamarkaðnum en félagið hefur veitt hundruðum íslenskra fyrirtækja ráðgjöf í á annan áratug og er í góðu samband við allar helstu lánastofnanir landsins. Þjónusta Arev: • Óháð ráðgjöf og verðmat • Tilboð í verðmat fyrirtækis skilað innan 24 klst. • Verðmat hægt að nota í samningum við banka • Aðstoð í samningaviðræðum við banka Nánari upplýsingar hjá Jóni Scheving Thorsteinssyni – jst@arev.is. Arev verðbréfafyrirtæki hf. – Kt: 530596-2229 – Bankastræti 5, 101 Reykjavík – Sími: (+354) 551 2500 – www.arev.is LÚÐURINN ER 25 ÁRA! Glæsileg Lúðrahátíð á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 4. mars kl. 20. ÍMARK dagurinn, ráðstefna sama dag kl. 9-16. Veitt verða verðlaun fyrir athyglisverðustu auglýsingar ársins annars vegar og árangursríkustu auglýsingaherferðir ársins hins vegar. Nánari upplýsingar á imark.is. ÍSLENSKU AUGLÝSINGAVERÐLAUNIN 2011 – LÚÐURINN Auglýsingasími

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.