Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.03.2011, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 02.03.2011, Qupperneq 29
MIÐVIKUDAGUR 2. mars 2011 Kaffimenning Íslendinga hefur tekið örum breytingum síðustu ár. Um það bera kaffihús og heim- ili landsins vitni þar sem „fínni“ drykkir á borð við espresso, latte og cappuccino hafa einkum átt upp á pallborðið á kostnað uppáhelling- ar. Nú bendir hins vegar ýmislegt til að uppáhelling gæti verið að ryðja sér aftur til rúms hérlend- is, þó með örlítið breyttu sniði. Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, veit allt um málið. „Þegar espresso-vélarnar komu fyrst á markað voru kaffihúsin fljót að innleiða espresso-menn- inguna, hér sem og annars stað- ar. Heimilin fylgdu í kjölfarið, þannig að margir eiga orðið litl- ar espresso-vélar, og ekkert nema gott um það að segja enda kaffið sem úr þeim kemur með eindæm- um gott. Hins vegar urðum við sem höfum lengi starfað í geir- anum þess brátt áskynja að vissir annmarkar eru á þessum takka- vélum. Bruggunartíminn er til dæmis alltaf sá sami, sem gerir það að verkum að viss efni í sumu kaffi fá ekki tíma til að leysast upp og bragðið skilar sér því ekki allt- af sem skyldi,“ segir hún og bætir við að þar komi gamla, góða uppá- hellingin til sögunnar. „Upp á síðkastið hefur ákveðin vitundarvakning átt sér stað um kosti uppáhellingar. Hana má rekja alla leið til Japans þar sem þróuð hefur verið aðferð til að fá meira út úr uppáhelltu kaffi. Jap- anar hella upp á einn bolla í einu, mæla nákvæmlega magnið af kaffi og vatni sem í hann fer og nota sérstakan ketil, Hario-ketil, með löngum og mjóum stúti sem gerir fólki kleift að hella hægar og þannig stýra vatnsflæðinu betur,“ útskýrir Aðalheiður og segir að með því móti verði kaffibragðið eins og best verður á kosið. „Auk þess sem þetta minnir á japanska te-athöfn og er skemmtilega sjón- rænt.“ Viðskiptavinum Kaffitárs gefst nú kostur að fá uppáhellt kaffi, af einhverri sparitegund, með þess- ari aðferð, en hún hefur á undan- förnum vikum verið innleidd á kaffihúsum fyrirtækisins. „Sér- fræðingur á okkar vegum, Tumi Ferrer, hefur búið til sérstaka upp- skrift sem stuðst er við og kúnn- arnir geta notið þess að prófa,“ bendir Aðalheiður á og bætir við að þótt tíma geti tekið að ná aðferðinni sé hún árangursrík og fljótleg. roald@frettabladid.is Uppáhelling aftur vinsæl Espresso, latte og cappuccino hafa verið mál málanna í kaffimenningu Íslendinga undanfarin ár. Uppá- helling, með örlítið breyttu sniði, er hins vegar að ryðja sér aftur til rúms þökk sé útsjónarsemi Japana. Aðalheiður segir kosti þess að hella upp á kaffi vera ótvíræða. Hún getur þess að á vefsíðunni kaffitar.is sé hægt að fræðast um ýmsar nýjungar, meðal annars Sparikaffiklúbbinn sem gefur kost á úrvalskaffi í áskrift og þátttöku í námskeiðum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Japanar hella upp á einn bolla í einu, mæla nákvæmlega magnið af kaffi og vatni sem í hann fer og nota sérstakan Hario-ketil, með löngum og mjóum stúti.“ Hvað er lífrænt ræktað kaffi? Lífrænt kaffi er ræktað án notkunar rotvarnarefna eða tilbúins áburðar. Rökin fyrir slíkri ræktun eru þau að menga umhverfið minna og rækta vöru sem er hollari fyrir neytand- ann. Á Íslandi fæst líf- rænt kaffi hjá Kaffitári, í kaffihúsinu Hljóma- lind og á fleiri stöðum, auk þess sem heilsu- deildir stórmarkað- anna bjóða upp á ýmsar tegundir af líf- rænt rækt- uðu kaffi. · 2 pakkar á mánuði af því besta sem Kaffitár flytur inn · Upplýsingar um það sem er að gerast í kaffiheiminum · Námskeið og uppákomur Vertu með! Áskriftarklúbbur fyrir kaffiunnendur www.kaffitar.is SP AR IKAFFI K L Ú B B U R I N N H 2 hönnun

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.