Fréttablaðið - 02.03.2011, Side 43
MIÐVIKUDAGUR 2. mars 2011 15
Ástráður Haraldsson, hæsta-réttarlögmaður, hefur verið
gagnrýndur fyrir að taka endur-
kjöri í Landskjörstjórn. Það gerði
hann fyrir eindregna hvatningu
margra þingmanna, þar á meðal
mína, og engin athugasemd var
gerð við það á þingi þegar endur-
kjörið fór fram í byrjun vikunnar.
Ég hafði á hinn bóginn gert
opinberlega við það athugasemd í
fjölmiðlum þegar landskjörstjórn
sagði af sér í einu lagi í kjölfar
úrskurðar Hæstaréttar um ógild-
ingu kosningarinnar til stjórnlaga-
þings. Það gerði ég vegna þess að
ég taldi aðfinnslur Hæstaréttar
ekki hafa gefið tilefni til ógild-
ingar og að ábendingar réttar-
ins hefðu ekki verið þess eðlis að
kallaði á afsögn. Þvert á móti þótti
mér rökstuðningur Hæstaréttar
fyrir ógildingu mjög ósannfærandi
svo ekki sé miklu sterkar að orði
kveðið.
Þeir annmarkar sem Hæsti réttur
taldi sig hafa fundið yrðu hins
vegar lagfærðir í framtíðinni. Það
breytti þó ekki þeirri staðreynd
að kosningin hafði verið úrskurð-
uð ógild og gaf landskjörstjórn
þá skýringu á afsögn sinni að þar
með kynni traust manna á störfum
hennar að hafa beðið hnekki.
Þetta er virðingarverð afstaða
og skiljanlegt að landskjörstjórn
vilji fá ótvírætt umboð þeirra sem
skipa hana og þar með staðfest-
ingu á að hún njóti trausts.
Það traust hefur hún nú fengið
staðfest.
Endurnýjað traust
í landskjörstjórn
Landskjörstjórn
Ögmundur
Jónasson
innanríkisráðherra og
alþingismaður
Mér finnst eins og almennar kosningar hafi alltaf verið
á næsta leiti undanfarin tvö ár.
Jæja, þetta er nú kannski ekki
sanngjarnt. Kosningarnar sem
nú standa til eru ekki nema þær
fimmtu eða sjöttu síðan vorið
2009 og menn verða sjálfsagt
að hafa dálítið fyrir lýðræðinu.
En ég get alveg skilið Svisslend-
inga þar sem þátttakan í þjóðar-
atkvæðagreiðslum fer alveg niður
í 10-20%.
Ég verð þó að viðurkenna að ég
tók ekki þátt í tveim síðustu kosn-
ingum. Í fyrra skiptið fannst mér
þetta Icesave ekki vera málefni
sem þjóðin ætti að kjósa um. Það
vill enginn borga hærri skatta,
hvort sem honum ber að gera það
eða ekki. Mér fannst það bara óum-
flýjanlegt, ekki síst vegna þess að
sitjandi forsætisráðherra 2008
hafði beðið Breta og Hollendinga
að lána okkur fyrir þessum skuld-
um okkar sem þjóðar og gerði þar
um alþjóðlegar skuldbindingar.
Mér fannst ekki hægt að ganga á
bak þeirra orða. Þó fundust mér
alltaf vextirnir allt of háir.
Seinni kosningarnar fannst
mér alla tíð fáránlegar, tilefnið
og uppleggið allt saman og loka-
niðurstaðan. Það getur svo sem
vel verið að það hafi verið ýmis-
legt við framkvæmdina að athuga.
Það hefur svo sem oft skeð áður.
Engum dettur þó í hug að þessi
smáatriði sem fundið var að hafi
haft minnstu áhrif á niðurstöðuna.
Núna ætla ég aftur á móti
að taka þátt í þjóðaratkvæða-
greiðslunni um Icesave. Ekki það
að eðli tilefnisins hafi breyst; ég
er enn innst inni á móti því að
greiða hærri skatta. En ég tel mig
hafa þó nokkrar góðar ástæður til
að samþykkja það samkomulag
sem nú liggur fyrir.
Ég held að það sé ómetanlegt
á alþjóðavettvangi að geta náð
samkomulagi og skilið í sátt við
nágranna okkar.
Ég tel að þær upphæðir sem hér
um ræðir séu smáræði miðað við
það sem við skuldum í heild; svona
sambærilegar við það sem við
ætlum að leggja núna í Íbúðalána-
sjóð, Sparisjóð Keflavíkur, hvað
þá Seðlabankann sjálfan.
Ég held að hin frægu hjól
atvinnulífsins verði föst í hand-
bremsu þangað til þetta mál er úr
sögunni. Það er bara bull að segja
að þetta mál hafi ekki skaðað
okkur.
Ég fylgi þingflokki Sjálfstæðis-
flokksins, sem mér finnst hafa
hugsað um þjóðarhag af yfir vegun
í þessu máli, fyrir utan nokkra
þvergirðinga.
Ég vil ekki þurfa að leggja þetta
mál fyrir EFTA-dómstólinn, sem
talinn er líklegastur til að hafa
lögsögu. Þar á bæ hafa menn
þegar tekið afstöðu.
Ég hlusta þegar lögmenn eins
og Lárus Blöndal og Ragnar Hall,
sem kannski mest allra í þeirri
stétt hafa skoðað þetta mál bæði
í fyrra og núna, telja að þó að
við höfum hugsanlega lagalegan
rétt muni málaferli aðeins skaða
okkur.
Enn á að fara að kjósa
Icesave
Björn
Dagbjartsson
fv. alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins
Það gerði [Ást-
ráður] fyrir ein-
dregna hvatningu margra
þingmanna, þar á meðal
mína.
Ég held að það
sé ómetanlegt á
alþjóðavettvangi að geta
náð samkomulagi og
skilið í sátt við nágranna
okkar.
AF NETINU
Rannsókn á sparisjóðum
Íslenskir sparisjóðir hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum. Nauðsynlegt
er að varpa skýru ljósi á aðdraganda og orsakir rekstrarerfiðleika íslenskra
sparisjóða, sem leiddu m.a. til gjaldþrots Sparisjóðs Mýrarsýslu, SPRON og
Byrs Sparisjóðs og nauðsynlegrar endurfjármögnunar Sparisjóðsins í Keflavík,
Sparisjóðs Bolungarvíkur, Sparisjóðs Svarfdæla, Sparisjóðs Vestmannaeyja
og Sparisjóðs Þórshafnar og nágrennis. [...]
Rannsóknin á ekki að einskorðast við aðdraganda hrunsins í október 2008
heldur taka einnig til tímans eftir hrun, enda eru sífellt að koma fram nýjar
upplýsingar um áhrif og orsakir hrunsins hjá sparisjóðum um allt land.
eyglohardar.blog.is Eygló Harðardóttir
BÓKNÁM TIL STÚDENTSPRÓFS STARFSRÉTTINDANÁM
- Félagsfræðabraut - Sjúkraliðabraut
- Málabraut - Sjúkraliðabrúin
- Náttúrufræðibraut
LISTNÁMSBRAUTIR IÐNNÁM
- Myndlistarkjörsvið - Húsasmiðabraut
- Textílhönnunarkjörsvið - Rafvirkjabraut
- Snyrtibraut
EINS TIL TVEGGJA ÁRA STARFSNÁM ANNAÐ NÁM
- Grunnnám rafiðna - Almenn námsbraut
- Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina - Almenn námsbraut - framhaldsskólapróf
- Handíðabraut - Starfsbraut
- Íþróttabraut - Innflytjendabraut
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Austurbergi 5, 111 Reykjavík
Sími 570 5600
fb@fb.is
www.fb.is
Öflugt félagslíf, góðir kennarar og frábær aðstaða
Opið hús í FB
á morgun, fimmtudag,
kl. 17 – 19
BÓKNÁM, LISTNÁM, IÐNNÁM/STARFSRÉTTINDANÁM
Með viðbótarnámi er hægt að ljúka stúdentsprófi af öllum brautum.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki