Fréttablaðið - 02.03.2011, Qupperneq 44
timamot@frettabladid.is
Mín ástkæra eiginkona, móðir, dóttir,
systir, mágkona, frænka og vinur,
Nína Karen Jónsdóttur
Háagerði 67 í Reykjavík,
lést fimmtudaginn 24. febrúar s.l. Útför Nínu Karenar
fer fram frá Bústaðakirkju nk. föstudag 4. mars og
hefst athöfnin kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast Nínu
er bent á Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð
fyrir krabbameinsgreinda, sími 561 3770.
Fyrir hönd okkar allra sem Nína Karen var svo kær,
Karl Gunnarsson, Anna Lilja og Unnur Karen Karlsdætur.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Óskar Kristinn Ólafsson
vélfræðingur, Mörk hjúkrunarheimili,
áður Steinagerði 9, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 24. febrúar. Útförin fer fram frá
Bústaðakirkju föstudaginn 4. mars kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu
minnast hans er bent á Hjartavernd.
Ólafur M. Óskarsson Hólmfríður Pétursdóttir
Rúnar Óskarsson María Antonsdóttir
Valdimar Óskar Óskarsson Kristín Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma, langamma
og stórfrænka
Kristbjörg Þórarinsdóttir
frá Ríp
lést á líknardeild Landakotsspítala 23. febrúar.
Útförin fer fram fimmtudaginn 3. mars kl. 13.00
í Kópavogskirkju.
Ævar Jóhannesson
Jóhannes Örn Ævarsson Sif Garðarsdóttir
Sigríður Ævarsdóttir Benedikt Guðni Líndal
Þórarinn Hjörtur Ævarsson Barbara Ösp Ómarsdóttir
Ólöf Ævarsdóttir Björn Bögeskov Hilmarsson
barnabörn og barnabarnabarn.
Yndislega dóttir mín, fósturdóttir, systir,
barnabarn, móðir, tengdamóðir, amma
og frænka,
Marsella Hrönn
Eðvarðsdóttir
hárgreiðslukona
Los Andes Chile,
lést á sjúkrahúsinu í San Felipe í Chile sunnudaginn
14. nóvember 2010. Útför hennar fór fram í Santiago
fimmtudaginn 18. nóvember. Þeim sem vildu minnast
hennar er bent á minningarsjóð Kvennaathvarfsins.
Bankanúmer 101-26-43227. Kt. 410782-0229.
Roxanna Björg Morales Magnús Þorsteinsson
og fjölskyldur.
Yndisleg móðir mín
Guðfinna Gyða
Guðmundsdóttir
tækniteiknari Sólheimum 25,
Reykjavík,
lést 21. febrúar.
Hún verður jarðsungin frá Langholtskirkju
fimmtudaginn 3. mars kl. 13.00.
Helga Magnúsdóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, sonur og bróðir
Sigurjón Markússon
hagfræðingur og stýrimaður
Jollaksentie 60 B 20, Helsinki, áður til
heimilis á Seltjarnarnesi,
lést þriðjudaginn 22. febrúar 2011. Jarðarförin fer fram
frá Dómkirkjunni, föstudaginn 4. mars, kl. 13.00.
Elvira Markusson
Stefania Inga Markusson
Alexander Markus Markusson Hjördís Sigurjónsdóttir
Egill Már Markússon Fanney Pétursdóttir
Kristín Markúsdóttir, Þórður Pálsson, Örn Markússon
Margunn Rauset og börn
Okkar elskulegi vinur, stjúpi og frændi
Þórólfur Valgeir
Þorleifsson
fyrrverandi flokkstjóri hjá
Reykjavíkurborg, til heimilis að
Blikahólum 12 í Reykjavík,
sem lést mánudaginn 21. febrúar, verður jarðsunginn
frá Grafarvogskirkju föstudaginn 4. mars kl. 13.00.
Ingibjörg Benónísdóttir
Matthildur Eiríksdóttir
systkinabörn og aðrir aðstandendur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Dagbjört
Guðmundsdóttir
Hólmgarði 25, Reykjavík,
lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann
20. febrúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 3. mars kl. 13.00.
Jóhanna Jóhannesdóttir
Þóra Björt Sveinsdóttir Andri Berg Haraldsson
Jóhannes Berg Andrason Tómas Berg Andrason
Þorsteinn Jóhannesson Ólöf Erlingsdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir Guðmundur Vignir Sigurðsson
Steinunn S. Kristjánsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma
María Helga
Guðmundsdóttir
frá Flatey á Skjálfanda,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn
4. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Barnaspítala Hringsins.
Börn, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Guðrún Jónína Pálsdóttir
Tungusíðu 8, Akureyri (áður húsmóðir
í Holtskoti í Skagafirði),
lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð, 22. febrúar síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Glaumbæjarkirkju fimmtudaginn
3. mars kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir.
Sigurjón Ingimarsson
Páll Björgvin Ingimarsson Halldóra Stórá
Brynleifur Ingimarsson Hulda Ólafsdóttir
Erlingur Jennason
Oddný Matthíasdóttir
börn og barnabörn.
Sjálfboðaliðasamtökin Alþjóðleg ungmennaskipti (AUS)
fagna 50 ára starfsafmæli á Íslandi í ár en af því tilefni stend-
ur til að gefa út bók með sögum sjálfboðaliða, halda listasýn-
ingu og málþing svo dæmi séu nefnd. AUS er aðili að sam-
tökunum International Cultural Youth Exchange (ICYE) en
upphaf þeirra má rekja til ársins 1949 þegar ungmennaskipti
hófust á milli Þýskalands og Bandaríkjanna í kjölfar síðari
heimsstyrjaldarinnar. Það var gert með það að markmiði að
græða sár og stuðla að friði á milli þjóðanna.
„Samtökin, sem eru frjáls félagasamtök rekin án hagn-
aðarsjónarmiða af heimkomnum sjálfboðaliðum, eru nú með
starfsemi í 34 löndum víðs vegar um heim og eru starfrækt
með það að markmiði að gefa ungu fólki tækifæri til að kynn-
ast menningu og samfélagi annarra þjóða. Því gefst færi á að
ferðast til framandi landa í þeim tilgangi að auka þekkingu á
ólíkri menningu og stuðla þannig að skilningi og friði,“ segir
Kristín Björnsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna.
AUS hefur síðustu fimmtíu ár gefið Íslendingum tækifæri
til að vinna sem sjálfboðaliðar erlendis ásamt því að taka á
móti erlendum sjálfboðaliðum og kynna þeim íslenska siði
og menningu. „Við sendum bæði til landa innan og utan Evr-
ópu og erum meðal annars með fólk í Kenía, Gana og Nepal.
Margir vinna á barna- og munaðarleysingjaheimilum og öðl-
ast reynslu sem breytir þeim fyrir lífstíð og hefur í sumum
tilfellum áhrif á ákvarðanir til framtíðar. Þá erum við með
fimmtán sjálfboðaliða hér á landi sem starfa meðal annars
með fólki í Ásgarði, á Sólheimum og hjá Rauða krossi Íslands.
Sjálfboðaliðarnir fylla ekki ákveðin stöðugildi heldur koma
sem viðbót og aðstoða við ýmislegt sem til fellur. Þeir dvelja
allt frá nokkrum vikum upp í ár í móttökulandinu og koma
oftast reynslunni ríkari heim.“
Til að varpa ljósi á hlutverk sjálfboðaliða var ákveðið
að ráðast í bókaútgáfu í tilefni afmælisins og safna saman
sögum frá sjálfboðaliðum innan og utan Evrópu. „Við fengum
styrk frá Evrópu unga fólksins og er von á bókinni í haust.
Um svipað leyti langar okkur til að vera með listasýningu til
að sýna hvað sjálfboðaliðar okkar á Íslandi hafa verið að gera
en margir hafa til dæmis lært að prjóna. Eins langar okkur að
setja upp ljósmyndasýningu með myndum frá sjálfboðaliðum
erlendis og halda málþing þar sem þýðing sjálfboðaliða fyrir
samfélagið verður rædd.“
vera@frettabladid.is
ALÞJÓÐLEG UNGMENNASKIPTI: 50 ÁRA
Brú milli þjóða
VELDUR STRAUMHVÖRFUM Kristín segir þá reynslu sem sjálfboðalið-
arnir öðlast bæði á Íslandi og erlendis breyta mörgum fyrir lífstíð og
hafa áhrif á ákvarðanir til framtíðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA