Fréttablaðið - 02.03.2011, Page 51
MIÐVIKUDAGUR 2. mars 2011
Tónlistarmaðurinn Snorri Helga-
son, sem sló í gegn í Sprengju-
höllinni, hitar upp fyrir Hjaltalín
á tónleikaferð sveitarinnar um
Evrópu sem hefst á föstudag. „Ég
hlakka mikið til. Ég fer á staði
sem ég hef aldrei heimsótt áður
og ég get ekki beðið eftir að spila
nýju lögin mín og fá viðbrögð
frá áhorfendum,“ segir Snorri.
Hann hefur lokið upptökum á
sinni annarri sólóplötu og kemur
hún líklega út í sumar. Honum
til aðstoðar við upptökurnar var
Sindri Már Sigfússon úr hljóm-
sveitunum Seabear og Sin Fang.
Hitar upp
fyrir Hjaltalín
SNORRI HELGASON Hitar upp fyrir
Hjaltalín á tónleikaferð um Evrópu.
Vandræðagemsinn Peaches Gel-
dof er flutt inn með nýja kær-
astanum sínum. Aðeins eru þrír
mánuðir síðan hún losaði sig við
Íslandsvininn Eli Roth.
Peaches, sem er dóttir
tónlistar mannsins Bobs Geldof,
hætti með leikstjóranum Eli Roth
í nóvember eftir átta mánaða
samband. Skömmu síðar byrjaði
hún að hitta söngvarann Thomas
Cohen, úr hljómsveitinni Scum.
Turtildúfurnar opinberuðu sam-
band sitt í síðasta mánuði og nú
er alvara komin í málið því þau
eru byrjuð að búa.
Peaches greindi frá þessu á
Twitter-síðu sinni og kveðst vera
hæstánægð með ráðahaginn.
„Var að flytja inn í frábæra nýja
íbúð með Tom, líður vel hér,“
sagði Geldof hin unga.
Peaches byrj-
uð að búa
ÁSTFANGIN Peaches Geldof og Thomas
Cohen eru farin að búa saman.
NORDICPHOTOS/GETTY
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI?
Stærsti frétta- og afþreyingarvefur landsins.
Ráðstefnuskráning
Setning
Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður SSSK
Ávarp
Kristín Steinsdóttir, rithöfundur
Söngur
Skólakór Ísaksskóla syngur undir stjórn Ásu Valgerðar
Að bera ábyrgð á eigin hugarfari
Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur
Hlé
Happ í hendi
Veitingar frá Happ
ONE - allir sem einn á ögurstundu
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar
Gleðin ein
Hundur í óskilum
Ráðstefnulok
14.30
15.00
18.00
„Allt hefur áhrif,
einkum við sjálf“
Ráðstefnustjóri: Margrét Theodórsdóttir, skólastjóri Tjarnarskóla
4. mars 2011 — Salurinn, Kópavogi
Skráning á ráðstefnu hjá lisbet@svth.is