Fréttablaðið - 02.03.2011, Page 54

Fréttablaðið - 02.03.2011, Page 54
2. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR26FÉSBÓKIN Fimmta árlega Big Lebowski hátíðin verður haldin 12. mars í Keiluhöllinni. Þar verður samnefndri kvikmynd Coen-bræðra frá árinu 1998 gert hátt undir höfði en myndast hefur í kringum hana dygg- ur aðdáendahópur víða um heim, þar á meðal hér á landi. „Síðasta hátíð var sú fjölmennasta hingað til. Það virðist alltaf passa að það séu tíu fleiri en árið áður,“ segir Svavar Helgi Jakobsson, sem skipulegg- ur hátíðina ásamt Ólafi Sverri Jakobssyni. 65 manns mættu í fyrra þar sem þátttakendur horfðu á The Big Lebowski, spiluðu keilu og kepptu um besta bún- inginn. Hörður Guðlaugsson bar þá sigur úr býtum annað árið í röð er hann mætti í bleyju, sem er til- vísun í eina setningu í myndinni. „Ég stórefast um að það verði bætt,“ segir Svavar Helgi um búning- inn. Hann vonast til að Herði verði veitt hörð keppni í ár. „Hann er búinn að vera svolítill einvaldur. Hann hlýtur að vera búinn að toppa sig.“ Ný uppákoma verður á hátíðinni í þetta sinn. Hún nefnist „Fuckin’ Fascist“ þar sem keppendur kasta bolla í hausinn á hinum húðlata The Dude í gínu- formi. Fjölmörg verðlaun verða veitt, meðal annars fyrir fyrstu fimm sætin í búningakeppninni, besta skorið í keilu, ásamt „Achiever“-heiðursverðlaun- unum. Miðar fást á Bolur.is á 2.500 kr. og þar er allt innifalið, þar á meðal Lebowski-stuttermabolur. - fb Heiðra Lebowski í fimmta sinn SIGURVEGARI Sigurvegarinn frá í fyrra, Hörður Guðlaugsson, er í miðjunni. Eftirhermur persónanna Walter og The Dude eru beggja megin við hann. „Hann er rosalegur snillingur. Eitt af mynd- böndunum hans á Youtube er með 46 millj- ónir áhorfa. Þannig að það eru fleiri sam- mála mér,“ segir Ragnar Hlöðversson hjá Icegigg Entertainment. Ragnar stendur fyrir komu kanadíska grínistans Jon Lajoie til landsins í Háskóla- bíó 12. maí. Lajoie sló fyrst í gegn með myndböndunum sínum á Youtube sem hafa notið gríðarlegra vinsælda. Hann fer í dag með hlutverk í þáttunum The League á sjón- varpsstöðinni FX Network og hefur komið fram á sjónvarpsstöðinni Comedy Central, sem er ein vinsælasta kapalsjónvarpsstöð Bandaríkjanna. „Ég tók eftir honum fyrir tveimur árum og leist vel á myndböndin hans á Youtube,“ segir Ragnar. „Ég er búinn að vera að vinna í því að fá hann til landsins í tvö og hálft ár. Hann hefur verið mjög upptekinn við upptökur á sjónvarpsþættinum sínum en sló svo loksins til og kemur í vor.“ Ragnar segir Lajoie spenntan fyrir heimsókninni til landsins. „Hann hefur ekki komið hingað áður og er spenntur að koma og sjá landið.“ - afb FLYTUR INN GRÍNISTA Ragnar Hlöðversson (til vinstri) hefur unnið að því að fá kanadíska grínistann Jon Lajoie til landsins síðustu ár. Vinnan er að skila sér og Lajoie kemur í maí. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Það hefði verið gaman að geta klárað svona eins og eitt ár. En þetta er nú svona með ævintýrin, þau eru stutt. Svo koma ný ævintýri í staðinn,“ segir tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjóns- son. Til stendur opna hótel við Mýrar- götu 2-8 vorið 2012. Valgeir og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, eiginkona hans, hafa rekið menningarsalinn Nema Forum í húsnæðinu frá því í fyrra. Þá hefur íþróttafélagið Mjöln- ir haft aðsetur í húsnæðinu síðustu ár. Til stendur að byggja hæð ofan á húsið, en 111 herbergi verða á hótel- inu ásamt líkamsræktaraðstöðu, bar og veitingaaðstöðu á jarðhæð. Hótelið verður hluti af keðju Icelandair. „Það er mikill sjónarsviptir að þess- um sal,“ segir Valgeir. „Hann var svo velkomin viðbót við tónlistarflóruna. Stærðin er ákjósanleg og fólki fannst svo þægilegt að vera í þessum sal og spila þar.“ Reglulegir menningarviðburðir hafa verið í húsinu frá því að Valgeir og Ásta opnuðu Nema Forum í hús- inu í fyrra. Þau vissu þó að til stæði að innrétta hótel í húsinu þegar þau hófu þar rekstur. „En það var kannski ekki reiknað með að þetta gengi svona hratt fyrir sig,“ segir hann. Spurður hvort hann leiti nú að nýju húsnæði undir menningarsal segist Valgeir ekki vera að því. „Það var hálfgerð tilviljun að við rákumst á þennan sal,“ segir hann. „Við vorum að leita okkur að skrifstofuhúsnæði. En það er meira en að segja það að takast svona á hendur.“ Íþróttafélagið Mjölnir leitar nú að nýju húsnæði og að sögn formanns- ins Jóns Viðars Arnþórssonar er slatti af tómu húsnæði á svæðinu nálægt Mýrargötu. „Við erum á fullu að leita og vonumst eftir að fá svör mjög fljótlega,“ segir hann. Mjölnir er með leigusamning út ágúst og Jón segir að stefnan sé að finna húsnæði á sama svæði og íþróttafélagið er nú. atlifannar@frettabladid.is VALGEIR GUÐJÓNSSON: MIKILL SJÓNARSVIPTIR AÐ ÞESSUM SAL Menningarsalur og Mjölnir víkja fyrir hóteli við höfnina NÝTT HÓTEL VIÐ MÝRARGÖTU Valgeir Guðjónsson og menningarsalurinn Nema Forum víkja fyrir hóteli við Mýrargötuna á næstunni ásamt Jóni Viðari Árnþórssyni og félögum í íþróttafélaginu Mjölni, sem hyggst þó vera áfram á svæðinu. Listræni kvennahópurinn Weird Girls Project frumsýndi nýtt mynd- band á skemmtistaðnum Bakkusi í gærkvöldi. Það var unnið með hljómsveitinni Legend, sem er sam- starfsverkefni Krumma Björgvins og Halldórs Björnssonar. Lagið sem sveitin flytur í myndbandinu nefnist Sister og er það fyrsta sem heyrist úr herbúðum hennar. Með sam- starfinu við skrítnu stúlkurnar fylgir Legend í kjölfar annarra íslenskra flytjenda sem gert hafa með þeim myndbönd að undanförnu. Má þar nefna söngkonuna Emilíönu Torrini og rokksveitina Agent Fresco. Guðjón Davíð Karlsson, Gói, virðist ætla að hrista af sér þær slæmu viðtökur sem þáttur hans Hringekjan fékk því hann hefur nú fetað í fótspor Hollywood- stjörnunnar Johnnys Depp með því að tala inn á teiknimyndina Rango. Myndin fjallar um kamelljónið Rango sem lendir í hinum ýmsu ævintýrum og ljáir Depp persón- unni rödd sína í ensku útgáfunni á meðan Gói sér um þá íslensku. Miðað við sýnishornið úr teiknimyndinni, sem verður frum- sýnd á föstudag, gæti hún hæglega slegið í gegn á meðal íslenskra kvikmyndagesta og þar með fært bros á varir Góa á nýjan leik. -fb FRÉTTIR AF FÓLKI „Félagi Charlie Sheen bætir bara í. Kennir fólki að skutla sér í óravíddir út fyrir boxið. Því- líkur afburðaleikmaður!“ Sölvi Tryggvason blandar sér í umræðuna um leikarann Charlie Sheen. Hafðu jákvæð áhrif á líf þitt. Finndu og nýttu styrkleika þína. Eru hindranir innra með þér? Hvernig er best að tækla neikvæðar tilfinningar? Gætir þú aukið gleðina? Ertu að nýta hugann, hæfileikana og tækifærin? Þetta og margt fleira nýtanlegt og skemmtilegt verður hluti af spennandi námskeiði sem þú mátt ekki missa af. Maður lifandi, Borgartúni 24 Fimmtud. 3. mars, kl.18:00 Skráning á madurlifandi@madurlifandi.is eða í síma 585 8701 Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími: 585 8700 www.madurlifand.is Helga Marin Bergsteinsdóttir Sigraðu sjálfan þig! Matti Ósvald Stefánsson Námskeiðagjald 4.500 kr. Helga Marin og Matti Ósvald hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir lifandi og skemmtilega fyrirlestra Grínistinn Jon Lajoie til landsins

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.