Sameiningin - 01.04.1927, Blaðsíða 10
104
langt út í ókunn lönd. Fjallblærinn benti okkur “upp yfir fjöllin
háu.” Unglingnum virtist allir vegir færir. Margar hillingar
birtust okkur óreyndum, vonir lýstu ungum huga, vonir, sem aldr-
ei náðu að rætast, aldrei náðu lendingu á landi veruleikans, en
voru þó um hríð okkar bezti auSur. Og við vitum í ljósi reynsl-
unnar, eins og skáldið kemst a8 orði, að:— “þó hjóm það væri,
er hug óreyndan vilti, frá himni var þó ljóminn, sem þær gylti.”
Og hillingarnar heyra blessuSu vorinu til. Þótt við eldumst
gera þær vart við sig; þær breyta a8 sönnu mynd, en útþráin lifir
í sál, þótt árin fjölgi. Sálin er ung, þótt elli hrýmgvi brá. Undr-
un og lotning fyrir allri tilverunni fer vaxandi meS fjölgandi ár-
um. Voriö me8 dýr8 sinni gefur henni byr undir vængi. Vori8
tengir okkur helgum bróðurböndum viö alt, sem lifað hefir, og
lifir og mun lifa. Hvert vor er brot af eilífðinni, það er partur
hinnar sigrandi eilífSar.
Vor'ð' fœrir okkur nœr Guði.—
f Ijósi vorsins nálgumst við Guð á nýjan og dýrölegan hátt.
Þá erum við í sérstakri merkingu umkringd af helgum mátt-
arverkum hans. Við sjáum fingraför hans í hverri gróðrarskúr;
hann birtist okkur í hverju blómi. Við eigum hægra með það, en
ella, að finna til samúðar með honum, sem stjórnar öllu. Þá finst
okkur að alt á “himni og jörSu tali máli hans.” Þá er það, að
hátíð vorsins, páskahátíðin, kemur til okkar allra með sinn undur-
samlega fagnaðar-boðskap. ViS getum þá frekar en ella fundið
til þess, hve eilífðin er nærri. Við getum snert á klæðafaldi Guös.
Og þá er þaö að endurminningarnar helgu, frá dvöl lærisvein-
anna með meistai'anum á ströndum Galilea-vatnsins, fylla huga.
Þar talar hann við þá, samneytir þeim, lætur þá þroskast við náð-
arbrjóst sitt i þekkingu á hinu eilífa. Að vori er uppstigningardag-
urinn með sinni dýrölegu frásögn um burtför frelsarans1 til sól-
heima eilífðarinnar. AS hávori til er hvítasunnuhátíSin, og verS-
ur okkur skiljanlegri, sökum þess að vorsins suöræni blær flytur
frosnum, norðlægum slóöum nýtt líf, er sól kyssir jaröarsvörð
með ylsprota sínum. Á vorin þráum viS að lifa, og finst aS kom-
andi sumar muni sálunum þroskatiS í samfélaginu við GuS.. Á
vorin er eilífðin nærri, nær en ella. Vorið minnir okkur á hana.
“Ó, voriö unga, eg elska þig,
eg elska himin þinn, sól og blómin.
Á vorið eilífðar minnir mig,
þinn morgun skínandi ljóminn.”
I