Sameiningin - 01.04.1927, Blaðsíða 17
III
sonar. Ekki veit eg hvenær á æfi hans aS þau eru ort, en hitt
grunar mig, aÖ sólríka, fagra FljótshlíÖin hans hafi ávalt komið
í huga hans, er hann hugs'aði um voriS og orti ljóð sín til þess.
“Nú sé eg og faðma þig
'syngjandi vor,
með sólina og blæinn.—
Mér klappaði golan þó gatan sé þröng,
og gott var í morgun að heyra þinn söng,
nú kem eg ,sem fljúgandi langt út í Ijósið og daginn.
Hvaö ætlaröu að sýna mér, syngjandi vor,
meö sólina og blæinn?
HvaÖ dagsljósið vogar að hefja sig hátt?
Hvað himin er fagur og vorloftið blátt?
og hvernig að þokan er lögst eins og leiöi yfir bæinn?
'Hvert ætlaröu að svífa, þú syngjandi vor
meS sólina og blæinn ?—
A8 kæta hvert auga, og kyssa hvert blómi?
aö' kveða við alt, sem vill heyra þinn róm?
Eg flýg meö þér, vor, út um vellina, skógana og sæinn.”
Svo djúp er þessi gullnáma íslenzkra ljóða um vorið og útþrá
þess, að fáa grunar unz þeir fara að lesa ljóð ísl. skálda með þetta
eitt í huga. Seint verða þau mæld eða vegin áhrifin, sem af slík-
um bjartsýnis ljóðum stafa. Við erum að fagna komu sumars-
ins, einmitt um þessar mundir, vitS göngum með bjartar vonir í
hjarta mót hinni sólríku árstíð. Ljúft er við og við að hafa yfir
hin hugðnæmu ísl. vorljóð, og sigursöngva—þá samrýmumst við
enn betur dýrð hinnar sýnilegu opinberunar í ríki náttúrunnar,—
og við nálgumst Guð, finnum nálægð hans,—frekar en ella, snert-
um fald klæða hans.
Á sumrin birtist dýrð Drottins hverju hjarta. Tilbeiðslan
verður ljúfari ef samúö er í sál með grösum og blómum vallar.
Oft er það að við höfum einmitt þá, átt okkar dýrölegustu til-
beiðslu stundir, t. d. á fögru friðsælu sumarkvöldi, höfum við oft
getað tekið undir með Matth. Jocfiums'syni og sagt:
“Eins og heilög guös ritning
lá hauður og sær,
alt var himnesku gull-letri skráö,
meöan dagstjarnan kvaddi
svo dásemdar skær,
eins og deyjandi Guðssonar náð.”
Gleðilegt sumar!