Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1927, Blaðsíða 21

Sameiningin - 01.04.1927, Blaðsíða 21
um við segja — “All moral reform,” segir Thoreau, “is an effort to throw off sleep.” (Öll siðíerðisleg endurbót mannanna'ter tilrau til þess að hrinda af sér svefnij. Mennirnir sofna andlega, en rumskast viS og við, í þeirri með- vitund, að þeir séu komnir í hlekki. Svefninn er andlegur svefn; hlekkirnir þrældómurinn, sem eg mintist á áSan. Þiögar eg las þessi orð Thoreaus duttu mér í hug þessi orð: “Vakið og biSjið', svo þér fallið ekki í freistni.” Og einnig þesfei: “drekkið yður ekki drukna af víni, því að í því er andvaraleysi.” Heimsdrotnar þessa myrkurs, andaverur vonskunnar í himin- geimnum, færa okkur í viöjar, ef við sofum andlega. Ó'hóf í vín- drykkju er aðeins ein af margskonar viðjum. Víndrykkja er oft talin samvizkuspursmál. Sú áhrifamesta bind- indisræða, sem eg minnist að hafa heyrt, var bygð á þessurn orðum Pláls postula í bréfinu til Efesusmanna: “Alt er leyfilegt, en ekki er alt gagnlegt. Alt er leyfilegt, en ekki uppbyggilegt alt. Enginn leiti síns eigin, heldur þess sem hins er.” Já, alt er leyfilegt kristnum, manni, og þar á meðal að njóta gleðskapar í hófi, jafnvel yfir “guðaveigum,” en ekki er alt gagnlegt Og seinasta setningin, þessi: “enginn leiti síns eigin, heldur þess sem hins er,” bendir á ábyrgð okkar gagnvart öðrum'. Ef til vill munið þið af hvaða tilefni Páll ritar þetta til Efesus- manna. Einhver hafði komið með þá spurningu, hvort leyfilegt væri að eta fórnarkjöt, sem lagt hefSi verið á altari skurSgoðanna. Páll segir að í sjálfu sér sé það engin synd, en ef það: hneyksli aSra þá sé það þar með synd.; að eigin .samivizku vegna sé þaS leyfilegt, og annara samvisku vegna sé ráðlegast að gera þaS ekki. Mér finst jafnvel afstaða okkar gagnvart öðrum í bindindismál- inu grundvallast á andlega sviðinu. PlafiS þiS athugað hvað við er- urn skyld, aS við erum öll partur af sama líkamanum, sem er Kristur? 'Þessvegna ber okkur að “ástunda sannleikann í kærleika, og vaxa upp til hans sem, er höfuSið, Kristur,” svo eg vitni aftur til postulans. Hlustið á þessi orS: “Því þegar allur líkaminn er út frá honum sam- anfeldur, og samantengdur og sérhver taug innir þjónustu sína af hendi mieð starfskrafti, sem samsvarar því, sem hverjum sérstökum er gefinn, þá verður það til þess aö allur Mkaminn vex og uppbyggist i kærleika.” Finnið þið ekki, að kærleikurinn streymir um hjörtu -okkar allra sem eins manns, þegar við skynjum skyldleika okkar í Kristi ? Kær- leikurinn er lífskraftur okkar. Og við gjörum það þá að sjálfsögðu, að Ieita ekki okkar eigin, heldur þess semi hins er. Þá veröur það aS af sjálfu sér, aS hvaS sem við gjörum, þá gjörum við það Guði til dýrðar.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.