Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1927, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.04.1927, Blaðsíða 13
107 um dr. R. F. Weidner. A'Örar bækur dr. Gerberdings voru flest- ar vísindalegar og ætlaÖar til kenslu i gubfræÖaskólum. í vikunni áÖur en hann dó lauk dr. Gerberding viÖ handrit aö sinni síÖustu bók og er nú verið að prenta hana. Nefnir hann bókina “Endurminningar áttræSs unglings'’ ýReminiscences of a Youthful O'ctogenarian). Hlakka margir til þeirrar bókar, þeir er þektu höfundinn. Dr. Gerberding var tv-ígiftur. Fimrn börn hans' eru á lífi: tveir prestar og þrjár prestskonur. MeS dr. Gerberding er geginn til moldar einhver merkasti maður lúterskrar kirkju í landi hér og sannur lærisveinn meistar- ans góÖa frá Nazaret. —B. B. J■ Vorsöngur íslenzkra skálda. ^Brot úr fyrirlestri.j Eftir Scra Sigurð Ólafsson. Sóhlsk h fa ísiandsbörn löngum veriÖ talin, ljóSelsk eru þau áreiðanlega, og okkur, sem erum af því bergi brotnir, finst sem við íslendingar beggja megin hafsins séum vorsins börn, full af útþrá og löngun eftir ljósi. Bezti mælikvarði til að komast að þvi hvert sé höfuðeinkenni einnar þjóðar er að skygnast inn í bókmentir hennar. Það eru skáldin, sem eru söngvarar þjóðanna. Þeim er af guðsnáð gefið að túlka tilfinningar þær, sem hreyfa sér í brjósti f jöldans, en sem fjöldann skortir orð til að lýsa. Skáldin klæða í fagran búning, láta koma í dagsljósið, þær hugsjónir, sem oft hafa hreyft sér í brjóstum okkar, sem minna höfum magnið til flugs. íslenzka þjóðin er víst ríkari að slíáldum en nokkur önnur þjóð, en hitt mun og reynast satt að íslenzk alþýða tekur öðrum fram í þessum efnum, kann og vel að meta ljóð. Má vissulega halda slíku á lofti því að það, betur öllu öðru, sýnir þrótt og þroska þjóðarinnar í bókmentalegu áttina. Vorþráin er mjög sterkur þáttur i boðskap ísl. skálda, bæði fyr og síðar. Og ekkert er eðlilegra en einmitt það. Hnattstaða íslands á sinn þátt í þessu, afstaða þess og einangrun er því vald- andi, að þrá eftir sól og sumri hefir verið djúpur strengur í sál þjóðarinnar. Eengi vel var landið samgöngulaust við útlönd um mikinn hluta ársins, — hinn langa og stranga vetur. Sumarið breytti öllu þessu. Þegar sumardagurinn fyrsti gekk í garS, var

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.