Sameiningin - 01.04.1927, Blaðsíða 18
112
Tvö bindindis-erindi.
Flutt á Ungmennamótinu í Winnipeg 26. niars, 1927.
I.
BINDINDI OG KRISTINDÓMUR.
Eftir ungfrú Aðalbjörgu Johnson.
í fyrra bréfi Páls postula til Korintumanna, 9. kaítula, 25. versi,
standa þessi orð: “Hver sem tekur þátt í kappleikjum er bindindis-
samur í öllu;” og í 10. kapítulanum 31. versi, stendur: “Hvort sem
þér því etið eða drekkið, eða hvað sem þér gjörið, þá gjörið það alt
Guði til dýrðar.”
Á þessum tveimur tilvitnunum vil eg byggja hugleiðingar þessar
um það málefni, sem mér hefir verið fengið í hendur: bindindi.
Að vísu fellur mér ekki í geð þýðingin íslenzka. í enskri þýð-
ing (King James’ Revised Version) hljóðar fyrri tilvitnunin þannig:
“He that striveth for the mastery is temperate in all things.” í>. é.
“Hver sem keppir um sigurinn er bindindissamur (eða hófsamur) í
■öllu.”
Samkvæmt þeim orðum, sem eg hefi valið til grundvallar þessu
stutta erindi, ætla eg mér ekki að takmanka orðið “bindindi” við vín-
bindindi, eins og oft er gert. Því athugið: Páll segir, “er bindindis-
samur í öllu” og aftur: “hvort sem þér etið eða drekkið, eSa■ hvað
sem þér gjöriS, þá gjörið það alt Guði til dýrðar.
Það er “hvað sem viff gjörum” — afstaða þess við: Guð, vegna
afstöðu okkar við Guð, í sérstöku tilliti til bindindis i öllum hlutumj,
sem eg vil því athuga.
En til þess langar mig að taka mér ofurlítið bessaleyfi, sem sé,
að lesa aðra merkingu í orð postulans en alment hefir verið gert.
Orðin eru líklega tíðast álitin að þýða það, að bindindi ,sé eitt ,skil-
yrði til þess að maður geti unnið sigurinn. Eflaust er það sa.tt, þar
sem um kappleiki er að ræða. En nú talar Páll í andlegri merkingu,
vegna þess að hann bætir við þessum orðum: “Þeir (hlaupa) til
þess að hljóta forgengilegan sigursveig, en vér óforgengilegan.”
Þ. e. a. s. þeir sem taka þátt í kappleikjum, hlaupa til þess að verðfa
fyrstir; til þess að lárviðarsveigur sigurvegarans verði vafinn um
enni þeirra.
En nú er þetta dæmi ekki hliðstætt hinu andlega skeiði, sem, við
hlaupum. Fyrst og fremst erum við ekki að keppa hvort við annað.
Ekkert akkar er að reyna til þess að 'hljóta sigurinn ,á ujndar) þeibij
næsta. Við vitum að í ríki Guðs er enginn fyrstur og enginn seinast-
ur. Við vitum meira að segja að sigurinn ehjekki okkar. “Ekki svo
að .skilja,” segir postulinn, “að eg megni neitt eins og af sjálfum mér,
heldur er krafturinn frá Guði.” Einnig þetta: “alt megna eg fyrir
Krist, sem mig styrkan gerir.”