Sameiningin - 01.06.1927, Qupperneq 4
um og sameiginleg bæn beðin af öllnm kristnum mönn-
um. Vonandi taka allir söfnuðir kirkjufélag’s vors í
Canada þetta mál til greina og lialda hátíðar-guÖsþjón-
ustur hvar sem því verður við komið.
Eng-um mönnum ætti að vera ljúfara að taka þátt í
hátíðahöildunum, en Islendingum í Canada, og þeim, sem
af íslenzku bergi eru brotnir. Enga menn hefir Canada
farið betur með en íslendinga. Ekki á Canada heldur
tíeina tryg-gari syni en Islendinga. 1 vesturhluta lands-
ins eru þeir með elztu íbúum fylkjanna og- ættu að vera
öðrum þóðflokkum til fyrirmyndar.
Þátttaka vor í hérlendu þjóðiífi skal hér ek'ki rædd
jiema aðeins frá sjónarmiði trúarinnar. Þess orðs vors
góða skálds skal minst, að “án lifandi vonar er þjóð
hver dauð.” En lifandi von kemur af trú á lifandi Guð.
Margt eigum vér að leggja hér á borð með oss, en ekk-
ert er þjóðinni hér jafn-ómissandi til lífsviðurværis, sem
lifandi trú á almáttugan Guð og hlýðni við boðoi’ð þau,
er Kristur setti játendum sínum. Við eigum að hjálpa
til þess, að þetta land megi vera Gaðs lancl. Ekki í
þeirri merkingu, að Canada sé öðrum löndum fremra,
eða vor þjóð fremur Guðs barn en aðrar þjóðir. Vér
eigum að biðja um það, að öll lönd sé Guðs lönd. En til
vorra kasta kemur, að gera vort land Guðs land, í von
um, að aðrar þjóðir geri ein.s og allar þjóðir verði Guðs
börn og’ allir menn á jörðu bræður.
Hátíðir og hátíða-guðsþjónustur gera lítið gagn,
nema svo sé, að lýður landsins ásetji sér, að framfylgja
varadýrkun sinni með helgtíðu líferni, svo hvort sem er
í stjómmálum, atvinnumálum, eða hverju því máli, sem
lýtur að sambúð borgaranna, fái að ráða jöfnum hönd-
um sannur guðsótti og' kærleiks-andi Krists. Réttlætis-
vitund þjóðfélagsins verður að eiga i-ætur í guðsóttanum.
Ábyrgðin fyrir Guði verður að vera ljós jafnt yfirmönn-
um sem undirge'fnum. Hver sem land sitt elskar, verð-
ur sífelt að vera þess minnugur, að “réttlætið hefur upp
lýðinn, en syndin er þjóðanna skömm.”
Landinu voi’u kæra, fáum vér engan hlut jafn-góðan
gefið eins og lifandi trú á .sannan Guð og' þann, sem hann
sendi, Jesúm Krist.