Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1927, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.06.1927, Blaðsíða 6
164 má engin trúarbrögð kenna. Xú liafa uppeldisfræðing- ar vakið máls á því, að varliugavert sé, að fleiri miljónir bama vaxi upp án áhrifa nokkurra trúarbragða. Benda á, að siðgæði þjóðfélagsins stafi hætta af því. Það er og haft orð á því, að undarlega sé því farið, að víðlesn- asta og áhrifamesta bókin í veröldinni megi ekki koma inn fyrir dyr í skólunum. Vilja nú margir fá lögum breytt, svo lesa megi að minsta kosti biblíuna, athnga- semdalaust, í skólunum. 1 sumurn ríkjum hefir það og verið heimilað með lögum, að hálfan dag í viku hverri fái hver trúflokkur að taka við sínum börnurn til trfiar- bragðakenslu ýmist í skólahúsinu sjálfu, eða á öðrum stað. En mikilli mótspyrnu hefir það mætt og skotið hefir því verið hvað eftir annað til dómstóla, hvort það fyrirkomulag gæti samrýmst við grundvallarlög lands- ins (e. g. New York). Iíefir ýmislega verið í þeim mál- um dæmt. Um' trúarbragða kenslu í skólum ríkisins standa nú yfir kappræður miklar í tímaritum Banda- ríkja. Er sú senna einna hörðust, er þeir hevja í tíma- ritinu Forum, presturinn Benjamin S. Winchester, sem nýlega hefir gerður verið framkvæmdarstjóri fræðslu- nefndar kirkna-sambandsins í Ameríku, og rithöfund- urinn Harvey M. Watts, sem manna mest hefir ritað um andstöðu trúarbragða og vísinda. Álítur prestur- inn, að bæði mentun og siðferði þjóðarinnar sé hætta búin af fáfræði skólalýðsins í kristnum fræðum; sér þó annmarka á þeim aðferðum öllum, sem reyndar hafa verið eða stungið hefir verið upp á og telur óráðlegt, að .skilja þau börn frá öðrum börnurn, sem foreldrar vilji að njóti trúarbragðakenslu. Mr. Watts telur það aftur á móti ekki ofætlun kirkjunni, að sjá um trúarbragða- kenslu á sunnudögum og í heimahúsum, ef menn á annað borð vilji halda á lofti þeim bábiljum. Ekki má ætla, að kirkjan sé alrnent, á þenna hátt eð- ur annan, að troða sér inn í skóla ríkisins. Sumar deild- ir kirkjunnar mega það ekki heyra, að skólar þeir, sem öllum eru ætlaðir jafnt og styrktir eru af almanna-fé, sé notaðir til kristindóms-kenslu. Telja það borgara- legt .brot gegn þeim, sem andstæðir sé öllum trúarbrögð- um, eða önnur trúarbrögð hafa en kristna trú. Engin

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.