Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1927, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.06.1927, Blaðsíða 10
i6B andi eins og þær stundir, þá hann neytir líkamlegrar fæðu, eða þvær andlit sitt og hendur. 2. Bænin veitir oss styrk í veikleikanum og hugg- un í hörmungunwm. Hvort finst þér ekki, lesari góður, að á þeim styrk þurfir þú mjög að halda? Okkur finst stundum, að við vera vel styrkir, trúum á okkur sjálfa. Og líka látum við einatt líta svo út, sem við séum styrkir og sjálfstæð- ir, þó við vitum það með sjálfum okkur, að við erum alt annað. En ekki þarf mikið út af að bera til þess, að við verðum bæði að finna til veikleika okkar og viður- kenna hann. Hjá hörmungum getum við ekki komist í þessu lífi. Þær sækja að okkur við dag'leg störf; mótlæti og sorgir mæta okkur öllum. Hvar er þá huggun að finna? 1 bæninni. Bænarlaus maður hefir ekkert að styðja sig eða hugga við. En bænin til hins algóða og eilífa föðurs bregst aldrei. Sá sem í bæn sinni á jafnan griðastað í faðmi síns himneska föður, verður aldrei al- gjörlega bugaður af veikleika sjálfs sín né þjáningum lífsins. 3. Bænin styðúr trú vora og eflir elsku vora til Guðs Það höfum við víst flest-öll reynt, að frá trúnni kemur okkur aðallega lífsþrótturinn, og í elskunni til Guðs finnum við æðstu sælu. En hvorugrar þeirrar blessunar verðum við aðnjótandi, nema svo, að við séum bænræknir menn. Trúna tileinkar maður sér ekki nema í ástríku bænar-sambandi við Guð. Trúin er ekki út- vortis-'athöfn, heldur guðlegt líf inni fyrir í hjarta mannsins, og af hennar rótum spretta svo góðar hvatir og góðverk. En trúin er dauð án bænarinnar. Og gleð- innar mestu fer maður á mis, ef bænina vantar. Það er mannsins æðsta gleði, að elska Guð, og fullkomnasta yfirburða-einkenni hans, er sæluríkt samfélag við Guð. Það samfélag er bænin. Það er áreiðanlega satt: bænin er vor þarfasta iðja. Bænalíf flestra manna er enn þá fremur þroskalítið.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.