Sameiningin - 01.06.1927, Blaðsíða 13
Frásögnin er ekkert frábær, en þó víÖa góÖ og á síÖustu köfl-
unum ágæt.
Efni'ð er mikiÖ. Höfundurinn gengur aÖ því eins og sá maÖ-
ur, sem'plægir akur sinn. En hann plægir djúpt, þessi ungi prest-
ur.
AÖ sumu leyti finst manni sögunni svipa til “Ofureflis’’ Ein-
ars H. Kvarans. Ekki er þó um eftirlíking aÖ ræða. MaÖur verð-
ur að álykta, að þegar þessir tveir höfundar hafi litast um, þá hafi
þeir séð nokkurnveginn sömu þokuna á íslenzku fjöllunum og báð-
um reynst það ofurefli að dreifa henni.
í fæstum orðum er efni sögunnar á þessa leið:
AÖal-persóna sögunnar er Brynhildur dóttir Sigfúsar bæjar-
fógeta í Reykjavík. Það er hún, sem segir söguna.
Hún er alin upp við auðlegð og eftirlæti. Er í bernsku áköf
og heimtufrek. Eyrir fermingar-aldur hefir hún breyst og rétt-
lætið sezt í öndvegi í sálu hennar. Um fermingar-aldur opnast
augu hennar fyrir misfellum lífsins: annarsvegar auður, hinsvegar
örbyrgð. Hún kynnist eymd fátækra barna. Hún ásetur sér að
þiggja ekki dýru fermingargjafirnar, en biður móður sína að gefa
þá peninga fátækum. Því fær hún ekki ráðið. Hún fær dýrgripi
og fermingarveizla er haldin. Árin næstu á eftir fermingunni á
hún í miklu stríði. Hugur hennar er við það eitt að bæta böl
mannanna. Hún gefur sig alla við líknarverkum. Hún safnar
fé hjá efnuðum mönum oft og einatt til liknar, þar sem mest ligg-
ur á. Hún ákveður að helga líf sitt alt líknarstarfi. Hún ráð-
færir sig við prestinn. Hann sýnir henni fram á, að til þess að
nokkur veruleg bót fáist á eyrnd fátæklinganna og olnbogabarn-
anna,. þá þurfi að stofna öflug félög og koma upp líknarstofnun-
um. Segir hann henni frá þess kyns starfa í útlöndum og hvetur
hana til aÖ sigla og kynna sér líknarstörf hjá öðrum þjóðum.
Unga konan fyllist hrifning og helgar sig þeirri köllun með óum-
ræðilegum fögnuði. Hún fær samþykki foreldra sinna, sem raun-
ar eru bæði góðar manneskjur, þó þau sé börn tíðar sinnar og
berist meÖ straumi tíðarandans. Er nú utanförin ráðin að hausti,
en það sumar fer Brynhildur kynnisför til systra sinna tveggja. Er
önnur prestkona í sveit, og býr við skort og vonbrigði. Hin er
læknisfrú á Siglufirði. Á Siglufirði verða þau straumhvörf, sem
breyta allri stefnu. Eæknishjónin á Siglufirði baða i rósum.
Læknirinn er stórríkur. Brynhildur veitir því eftirtekt, aö ekki
vitja þó sjúklingar hans. Hún kemst að raun um, að hann lifir
og græðir á brennivínssölu og saurlífis-atvinnu. Sjaldséð er
mynd jafn-ljót og þessi mynd af lifnaðarháttum fólks á Siglufirði.
Slorið og óþverrinn eru i kné. Kona, margra barna móðir, eigin-