Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1927, Síða 21

Sameiningin - 01.06.1927, Síða 21
179 risuhátíÖ. Jesús krossfestur og upprisinn var Drottinn og gaf veröldinni nýjan Ijóma. Veldi hreinleikans og kærleikans, sem mennirnir finna undir krossi hans, svo aÖ aldrei gleymist, breiðist yfir. Þeim þótti sem,spádómurinn rættist um nálægð Guðs : “Eg mun búa mitt á meðal þeirra og dvelja hjá þeim og þeir munu vera lýður minn.” Þegar þeir horfðu yfir heiminn, fanst þeim sér vera boÖið af himni og jörðu, hafi og fjöllum, degi og nóttu þetta eitt: Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists. Yfir þessa jörð liðu endurminningarnar urn Jesú. Þær fyltu hinn nýja og bjarta dag. Þær fengu enn afl og líf við það, að þeir væntu endurkomu Krists innan skamms og að þeir mættu svo vera með honum til eilífðar. Skuggar dauðans voru horfnir. Jesús “hafði frelsað alla þá, sem af ótta við dauðann voru undir þrælkun seldir alla sína æfi.” Hann hafði boðið þeim þetta: “Eg lifi og þér munuð lifa.” Þeir litu ekki aðeins aftur, heldur einnig fram, og varð hvorttveggja til þess að hlúa að minningunum sem bezt. IV. Einn af þeim fyrstu, sem heyrðu sagt þannig frá minning- unum um Jesú, var ungur piltur í Jerúsalem, Jóhannes Markús að nafni, sonur ekkju þar, sem kunnug var Jesú og ýmsum öðrum norðan úr Galíleu og þeir áttu athvarf hjá í ferðum sínum. Sjálfur hefir hann að líkindum einnig átt einhverjar minningar um Jesú, og í guðspjallinu er örstutt frásögn, sem hvergi finst annarsstað- ar og ef til vill hefir komið honurn við sérstaklega. Vér sjáum í anda líða síðasta kvöldið, sem Jesús lifði á jörðu. í húsinu, þar sem hann neytti páskamáltíðarinnar, var unglingur nokkur. Hann gat ekki sofið þá nótt. Þegar Jesú og lærisveinar hans höfðu sungið lofsönginn og fóru ofan úr loftsalnum, stóð hann upp í skyndi, tók á sig linklæði í staðinn fyrir yfirhöfn og hraðaði sér á eftir þeim út í vornóttina. Hún hefði ekki getað svalað honum, þar sem hann stóð við lundi Getsemane með brennandi hjarta. Bjarmi af blysum sást í áttina til borgarinnar og tók að færast upp Olíufjallið. Það var vopnaður flokkur. Eftir litla stund var búið að handtaka Jesú og tvistra lærisveinum hans út í myrkrið. Þegar unglingurinn sá Jesú leiddan burtu, þá gat hann eklci slitið sig frá honum. Hann varð að koma með. En lengi mátti hann ekki fylgja. Einhverir hinna lögðu hendur á hann, lét hann þá laust klæðið í dauðans ofboði og flýði. Síðan hefir mynd hans, er blysin lýstu fyrir honum, greypst í huga hans fastar og fastar. Á föstudaginii, er Jesús var tekinn af lífi, hefir eitthvað af Galíleu- fólkinu, sem með honum sótti hátíðina, komið í húsið til móður Markúsar, höggdofa af skelfingu og harmi, og grátiS, ef það

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.