Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1927, Qupperneq 24

Sameiningin - 01.06.1927, Qupperneq 24
að útbreiða hana. Jesús hafði birst honum í gu'olegum ljóma á leibinni til Damaskus, kallað hann til postula og gætt hann mest- um mætti allra. Eftir afturhvarf sitt, um 32 e. Kr., hafði Páll boðað kristni um fjölda ára í Arabíu, Sýrlandi og Kilikíu, meðal annars í Tarsus, ættborg sinni. Þangað sótti Barnabas, náfrændi Markúsar, hann til Antíokkíu árið 45 og véittu þeir söfnuðinum þar forstöðu saman í j—2 ár. Næsta ár var hungursneyð mikil i Gyðingalandi og fæðru þeir þá gjafir kristnum mönnum í Jerú- salem. Nú stóð þeim ekki framar ógn af Páli, heldur hafa þeir þráð að sjá postulann mikla. Þar liggja saman leiðir þeirra Markúsar og hans, og Markús fer norður með honum og frænda sínum til Antíokkíu. Árið eftir, 47, halda þeir þrír af stað í kristniboðsför og fara þegar til strandar, því að Barnabas, sem mun aðallega hafa stjórn- að ferðinni, hefir þráð það heitt, að boða ættingjum sínum á Kyprus kristna trú. Fyrst koma. þeir til Selevkiu niður við'sjó- inn og sigla þaðan til Kyprus. Þeir taka land við Salamis og leita fyrst og fremst á fund Gyðinga, eins og jafnan i þessari för, og flytja þeim fagnaðarerindið um Krist í samkunduhúsum þeirra. Þaðan halda þeir vestur eyna alla leið til Pafosar á hinni strönd- inni. Þar átti landstjórinn heima og var hann vinveittur Gyðing- um, sem bjuggu hópum saman á þessari frjósömu ey. Hann tók þeim vel trúboðunum, bauð þeim á fund sinn og hlýddi á kenn- ingu þeirra. Mæltu gæðingar hans að sönnu á móti, en þeir fengu ekki staðist fyrir krafti Páls og landstjórinn tók trú, Þannig mun kristnin hafa náð að festa rætur á Kyprus. Eftir dvölina þar sigla þeir norðvestur til Attalíu, hafnarborgar í Pamfylíu, og þaðan fótgangandi upp til Perge. Þar rís ágeiningur á milli Páls og Markúsar, vill Markús ekki fara lengra og lýkur svo, að hann skilur við þá og snýr aftur til Jerúsalem. ÞaS hefir ekki valdið skilnaðinum, að Markús hafi kviðið ferðinni norður í miðhluta Litlu-Asíu yfir Tárusfjallgarðinn, þar sem ræningjar sátu fyrir ferðamönnum og ár voru hættulegar yfirferðar sökum vaxtar og straumhraða. H'ann var enn ungur og hugrakkur eflaust, eins 0g kristnir menn voru þá flestir. Hitt ræður meira hjá honum, að Páll hefir alt í einu vakið hugmyndina um slíkan leiðangur, en þeir alls ekki gert ráð fyrir honum áður, og nú verður hann í raun og vera foringi fararinnar, þó Barnabas fylgist með. Hugsun Páls var svo stór og djörf, að Markús skildi hana ekki þá. Því að þar mun koma fram hjá honum berlega i fyrsta sinn viljinn til þess, að boða fagnaðarerindið öllum heiminum og heiðingjunum ekki síð- ur en Gyðingum. Svo víðan sjóndeildarhring hafði Markús ekki

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.