Fréttablaðið - 21.03.2011, Page 2
21. mars 2011 MÁNUDAGUR2
STJÓRNSÝSLA Kristján Jóhanns-
son, fulltrúi Bankasýslu ríkisins
í stjórn Arion banka, mun víkja
úr stjórninni á aðalfundi bankans
í vikunni. Stjórn Bankasýslunn-
ar telur rétt að endurnýja ekki
umboð Kristjáns vegna ákvörð-
unar hans um að samþykkja
launakjör Höskuldar H. Ólafs-
sonar, bankastjóra Arion banka.
Kristján þykir þó ekki hafa brotið
gegn eigendastefnu ríkisins.
„Mat okkar var, að teknu tilliti
til alls, að fulltrúi ríkisins hefði
átt að sitja hjá við kosningu um
launakjör Höskuldar,“ segir Þor-
steinn Þorsteinsson, stjórnar-
formaður Bankasýslunnar, og
bætir við: „Við erum að fara með
hlut í eigu ríkisins og miðað við
ástandið í þjóðfélaginu, viðhorf
gagnvart fjármálafyrirtækjum
og aðgerðir ríkisins til að tak-
marka hækkanir hærri launa, þá
hefði fulltrúi ríkisins átt að sýna
aðgæslu í þessu máli.“ Þorsteinn
segir Kristján þó ekki hafa brot-
ið gegn eigendastefnu ríkisins og
utan þessa máls hafi ríkt sátt um
störf Kristjáns.
Kristján, sem er lektor við við-
skiptafræðideild Háskóla Íslands,
greiddi atkvæði með launakjör-
um Höskuldar í stjórn Arion
banka en launakjör Höskuldar
hafa undanfarið verið gagnrýnd
fyrir að vera óhófleg.
Til marks um það sagði
Jóhanna Sigurðardóttir, for-
sætisráðherra, í kvöldfréttum
RÚV á laugardag, að launakjör
æðstu stjórnenda bankanna væru
kjaftshögg fyrir fólk sem þurft
hefði að takast á við atvinnu-
leysi og launalækkanir á síðustu
misserum. Þá lýsti hún yfir von-
brigðum með ákvarðanir stjórn-
armanna Bankasýslunnar hjá
Arion banka og Íslandsbanka en
Kolbrún Jónsdóttir, stjórnarmað-
ur hjá Íslandsbanka, sat hjá við
ákvörðun stjórnar um launakjör
Birnu Einarsdóttur, bankastjóra.
„Ég harma þessa niðurstöðu.
Ekki síst þar sem öll samskipti
við Bankasýsluna hafa verið fag-
leg, opin og góð. Formaður banka-
sýslunnar sagði að ég hefði ekki
brotið gegn eigendastefnu rík-
isins. Hann gefur þá einkunn,“
segir Kristján Jóhannsson sem
stendur við ákvörðun stjórnar-
innar um starfskjör Höskuldar,
ýtarleg vinna hafi legið að baki
þeirri niðurstöðu.
Stjórn Bankasýslunnar bauð
Kristjáni að segja af sér fyrir
helgi en hann varð ekki við þeirri
beiðni. Í kjölfarið var honum til-
kynnt að umboð hans til stjórnar-
setu í Arion banka yrði ekki end-
urnýjað.
magnusl@frettabladid.is
Ég harma þessa
niðurstöðu. Ekki síst
þar sem öll samskipti við
Bankasýsluna hafa verið
fagleg, opin og góð.
KRISTJÁN JÓHANNSSON
STJÓRNARMAÐUR Í ARION BANKA
HAÍTÍ Forsetakosningar fóru fram
á Haítí í gær. Frambjóðendurn-
ir eru tónlistarmaðurinn Michel
Martelly og forsetafrúin fyrrver-
andi Mirlande Manigat.
Tónlistarmaðurinn Wyclef
Jean, sem er dyggur stuðnings-
maður Martelly, var skotinn í
hendina kvöldið fyrir kosning-
arnar, en hann útskrifaðist af
spítala í gær. Lögreglan í landinu
hefur ekki upplýst um frekari til-
drög skotárásarinnar.
Wyclef ætlaði sjálfur að bjóða
sig fram til forseta, en var synjað
þar sem hann hafði ekki dvalið í
landinu í nægilega mörg ár.
Tilkynnt verður um niðurstöð-
ur forsetakosninganna um miðjan
apríl. - sv
Wyclef skotinn í hendina:
Kosið til forseta
á Haítí í gær
BRUNI Maður á fimmtugsaldri ligg-
ur á gjörgæslu Landspítalans með
reykeitrun eftir að mikill eldur
kom upp í bifreiðaverkstæði á
Smiðjuvegi í Kópavogi um sexleyt-
ið í gærmorgun. Hann var einn á
verkstæðinu þegar kviknaði í.
Samkvæmt upplýsingum frá
vatkhafandi lækni á Landspítal-
anum fer líðan mannsins batnandi.
Hann mun líklega verða færður af
gjörgæslu í dag.
Eldurinn kom upp í bíl á verk-
stæðinu og barst í þak hússins. Allt
tiltækt lið slökkviliðsins á höfuð-
borgarsvæðinu var kallað á stað-
inn. Reykkafarar fundu manninn
stuttu eftir að tilkynning barst um
að húsið væri ekki mannlaust og
fluttu hann strax á sjúkrahús.
Töluverðar skemmdir urðu á
verkstæðinu og rífa þurfti þakið
á húsinu til þess að komast í allar
glæður.
Samkvæmt upplýsingum frá
slökkviliðinu tók slökkvistarfið
túma tvo klukkutíma og voru um
tuttugu manns að vinna að verk-
inu. Upptök eldsins eru ókunn en
lögregla vinnur að rannsókn máls-
ins.
- sv
Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna bruna á verkstæði í Kópavogi í gærmorgun:
Einn á gjörgæslu með reykeitrun
FRÁ BRUNANUM Það tók slökkviliðið
rúmlega tvo klukkutíma að slökkva
eldinn í bifreiðaverkstæðinu í Kópavogi í
gærmorgun. MYND/SIGURJÓN ÓLASON
JAPAN Áttræðri konu og sextán ára
barnabarni hennar var bjargað úr
rústum húss í Ishinomaki í Japan
í gær, níu dögum eftir skjálftann
þar í landi. Þau höfðu verið föst í
húsinu en komust í ísskáp og gátu
því nærst. Þau eru nú á spítala.
Lögregla í Japan segir nú að
15 þúsund manns í Miyagi-hér-
aði einu hafi látist í hamförunum.
Heildartala látinna fari því yfir
tuttugu þúsund manns. Opinber
tala látinna var í gær 8.450 og tæp-
lega þrettán þúsunda var saknað.
Stjórnvöld hafa hafist handa við
að láta byggja tímabundið hús-
næði fyrir hluta þeirra sem misstu
heimili sín.
Áfram er unnið í kjarnorku-
verinu í Fukushima og segja yfir-
völd að þau séu nálægt því að
ná stjórn á aðstæðum þar. Tek-
ist hafi að kæla niður tvo af sex
kjarnaofnum versins á öruggan
máta. Þrýstingur jókst þó óvænt
í þriðja kjarnaofninum í gær, sem
gæti orðið til þess að sleppa þurfi
geislavirkri gufu út í andrúmsloft-
ið. Mest er óttast að matur og vatn
hafi orðið fyrir mengun og var
flutningur á spínati og mjólk frá
nágrenni kjarnorkuversins stöðv-
aður í gær. - þeb
Stjórnvöld vonast til að ná tökum á geislavirkni í Fukushima:
Bjargað úr rústum eftir níu daga
FUKUSHIMA Fólk beið í röðum eftir því að fá mælingu á geislavirkni í Fukushima um
helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
EFNAHAGSMÁL Alls eru um 75
milljarða króna lán í vanskilum
hjá Íbúðalánasjóði. Forsætisráð-
herra segir allt benda til þess að
ríkið þurfi að auka fjárveitingar
til sjóðsins umfram þá 33 millj-
arða sem Alþingi hefur þegar
samþykkt að veita sjóðnum. Það
verði jafnvel hærri fjárhæð held-
ur en ríkið þarf að borga Bretum
og Hollendingum vegna Icesave.
RÚV greindi frá þessu í fréttum
sínum í gær.
Vanskil hafa aukist mikið hjá
Íbúðalánasjóði á undanförnum
misserum. Reiknað er með því
að afskriftir verði mun meiri en
áður var gert ráð fyrir. - sv
Íbúðalánasjóður í vanskilum:
75 milljarða lán
í vanskilum
SJÁVARÚTVEGUR Forsætisráðherra
vill vísa nýju frumvarpi um stjórn
fiskveiða til þjóðarinnar. Hún
segir eðlilegt og sjálfsagt að hald-
in verði þjóðaratkvæðagreiðsla
um kvótakerfið, er fram kom í
fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld.
Sjávarútvegsráðuneytið vinnur
nú að frumvarpi að breytingum á
lögum um fiskveiðistjórn og stefnt
er að birtingu í lok þessa mán-
aðar. Í frumvarpinu verður meðal
annars tilgreint að framsal á afla-
heimildum verði afnumið og veð-
setningar verði bannaðar. - sv
Forsætisráðherra um veiðar:
Kvótafrumvarp
til þjóðarinnar
Fulltrúa ríkisins í
stjórn Arion skipt út
Stjórn Bankasýslu ríkisins hefur ákveðið að endurnýja ekki umboð Kristjáns
Jóhannssonar, stjórnarmanns í Arion banka, á aðalfundi bankans sem haldinn
verður í vikunni. Ákvörðunin kemur í kjölfar gagnrýni á launakjör bankans.
ARION BANKI Laun æðstu stjórnenda Arion banka og Íslandsbanka hafa sætt gagn-
rýni undanfarið því þau þykja óhófleg. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
WYCLEF JEAN Tónlistarmaðurinn
var skotinn í hendina í aðdraganda
forsetakosninga á Haítí á laugardag.
Bogi, eruð þið ekki í
skýjunum?
„Jú, þessi niðurstaða gefur okkur byr
undir báða vængi.“
Bogi Nils Bogason er fjármálastjóri
Icelandair Group. Icelandair Group birti
á föstudag ársskýrslu sína en þar kom
fram að fyrirtækið skilaði methagnaði á
síðasta ári.
SLYS Harður árekstur tveggja
bíla varð á Suðurlandsvegi rétt
austan við Hvolsvöll í gærdag.
Einn ökumaður var fluttur með
sjúkrabíl til Reykjavíkur. Alls
voru þrír í bílunum.
Loka þurfti annarri akreininni
vegna slyssins og urðu nokkrar
tafir á umferð. Að sögn lögregl-
unnar á Hvolsvelli virtist slysið
alvarlegra við fyrstu sýn. Þyrla
Landhelgisgæslunnar var kölluð
út en aðstoð hennar var afturköll-
uð. Tildrög slyssins eru óljós en
málið er í rannsókn. - sv
Betur fór en á horfðist:
Harður árekst-
ur á Hvolsvelli
EGYPTALAND, AP Mikill meirihluti
kjósenda samþykkti breytingar á
stjórnarskrá Egyptalands í kosn-
ingum á laugardag.
Kosningarnar voru fyrstu
frjálsu kosningar í landinu í
meira en hálfa öld. Almennar
þing- og forsetakosningar verða
nú haldnar í landinu innan sex
mánaða. Gagnrýnendur óttast að
vegna skamms fyrirvara muni
Múslimska bræðralagið ná völd-
um, vegna þess að flokkurinn sé
skipulagðasta stjórnmálaaflið í
landinu. Flokkurinn hefur barist
hart fyrir því að breytingarnar
yrðu samþykktar. - þeb
Frjálsar kosningar haldnar:
Breytingar á
stjórnarskránni
Undirskriftarsöfnun hafin
Undirskriftarsíðan www.börn.is var
opnuð í gær. Á síðunni er skorað á
borgarstjórn Reykjavíkur að hætta við
fyrirhugaðar breytingar á starfi leik-
skóla, grunnskóla og frístundaheimila.
Samstarfshópur íbúa Reykjavíkur
opnaði vefinn á fundi á þaki Æsufells
4 í Breiðholtinu í gær.
SKÓLAMÁL
SPURNING DAGSINS
Taktu góða
ákvörðun
Borgartúni 29
S. 585 6500
www.audur.is
Auður býður til kynningarfundar
þriðjudaginn 22. mars kl. 17:15
að Borgartúni 29.
Opinn kynningarfundur
• Séreignarsparnaður
• Eignastýring
• Langtímasparnaður
Allir velkomnir