Fréttablaðið - 21.03.2011, Síða 18

Fréttablaðið - 21.03.2011, Síða 18
2 Ron Arad fæddist í Tel Aviv og lauk prófi úr Listaháskóla Jerúsal- em áður en hann flutti til London þar sem hann nam arkitektúr. Hér á landi eru nokkur verka hans vel kunn. Eitt það þekktasta er bóka- hillan „Bookworm“ sem endur- speglar aðalvinnuaðferð Arad; að sveigja stál eftir eigin höfði og gæða húsögn þannig lífi. Arad fer óvenjulegar leiðir. Hans fyrsta húsgagn kom á mark- að árið 1981. Síðan þá hefur hann hannað fyrir marga þekktustu framleiðendur heims, þar á meðal Magis og Rosenthal og verk hans er að finna á öllum helstu söfnum veraldar, þar á meðal á Metropo- litan Museum of Art og Centre Georges Pompidou í París. Frá árinu 1997 hefur arkitekt- inn gegnt stöðu prófessors við hús- gagna- og iðnhönnunardeild Royal College of Art í London og hefur því ekki aðeins áhrif með hönnun sinni heldur líka sem kennari á hönnuði framtíðarinnar. - jma Stálhönnuðurinn sextugur Ísraelski hönnuðurinn og arkitektinn Ron Arad er talinn til þeirra núlifandi hönnuða sem hafa haft hvað mest áhrif á hönnunarheiminn síðustu áratugi. Hönnuðurinn stendur á sextugu um þessar mundir. Voido-stóllinn þykir einn best heppnaði ruggustóll síðari tíma. Stólinn hannaði Arad fyrir Magis. Ron Arad hefur ekki síður sérstakan stíl sjálfur en hús- gögnin hans. Bookworm, eða bókaormur, kallast þessi hilla sem er einn þekktasti gripur Rons Arad. Hönnunarteymið Attikatti er með hugmynda- og viðburða- smiðju og hefur numið land að Grettisgötu 4. Innan Attikatti eru hönnuðirnir Bára Kristgeirsdóttir, Hanna Jóns- dóttir og Rúna Thors. „Við tökum að okkur að hanna alls konar við- burði, merki, bæklinga, sviðs- myndir, húsgögn og fylgihluti eftir því sem við á,” segir Bára sem sér um almannatengslin. Í tilefni af HönnunarMars gengu þær Lilja Kjerúlf og Ninna Mar- grét Þórarinsdóttir í lið með Atti- katti. Opnunarhóf gallerísins verður á Grettisgötunni þann 23. mars frá klukkan 18. „Sett verða á svið(akjamma) hæna, skipti- nemi, sverð og fleira svona land- náms-..., eins og til dæmis skjöld- ur og maður höggvinn í herðar niður,“ segja stúlkurnar sem segj- ast munu stíga í vænginn við land- námshænur og eigi það vafalaust eftir að enda með heljarinnar átök- um og fjaðrafoki. -gun Með gallerí á Grettisgötunni Hanna Rúna Thors og Bára Kristgeirsdóttir skipa hönnunarteymið Attikatti. Sænsku hönnuðurnir Marcus Abrahamsson og Kristoffer Fagerström hafa hannað ansi skemmtilegan garðbekk fyrir fyrir- tækið Nola. Hann er litfagur og búinn til úr lituðum furuspýtum. Hönnunina kalla þeir Pylon en hún var sýnd á hönnunarsýning- unni í Stokkhólmi nýlega. Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element), hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar og flest annað til rafhitunar. Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki sem hafa sannað sig með áralangri reynslu. íslensk framleiðsla í 20 ár Rafhitarar fyrir heita potta Fæst í Bónus og Inspired, Keflavíkurflugvelli HOLLUR BITAFISKUR + 80% prótín Fiskneysla er góð fyrir heilabúið FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. Stólinn „Tom Vac“ hannaði Arad fyrir Vitra en hann hefur notið talsverðra vinsælda hérlendis. Skemmtilegir vasar sem Arad hannaði fyrir Rosenthal árið 1996.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.