Fréttablaðið - 21.03.2011, Blaðsíða 42
21. mars 2011 MÁNUDAGUR26
Enska úrvalsdeildin:
SUNDERLAND - LIVERPOOL 0-2
0-1 Dirk Kuyt, víti (32.), 0-2 Luis Suarez (77.).
CHELSEA - MAN. CITY 2-0
1-0 David Luiz (79.), 2-0 Ramires (90.)
ASTON VILLA - WOLVES 0-1
0-1 Matt Jarvis (37.).
BLACKBURN ROVERS - BLACKPOOL 2-2
0-1 Charlie Adam (24.), 0-2 Charlie Adam (28.),
1-2 Christopher Samba (48.), 2-2 David Hoilett
(92.).
EVERTON - FULHAM 2-1
1-0 Seamus Coleman (35.), 2-0 Louis Saha (48.),
2-1 Clint Dempsey (61.).
MAN. UNITED - BOLTON WANDERERS 1-0
1-0 Dimitar Berbatov (87.).
STOKE CITY - NEWCASTLE UNITED 4-0
1-0 Jonathan Walters (28.), 2-0 Jermaine Penn-
ant (45.), 3-0 Danny Higginbotham (48.), 4-0
Ricardo Fuller (92.).
WEST BROMWICH ALBION - ARSENAL 2-2
1-0 Steven Reid (2.), 2-0 Peter Odemwingie
(57.), 2-1 Andrei Arshavin (69.), 2-2 Robin van
Persie (77.).
WIGAN ATHLETIC - BIRMINGHAM CITY 2-1
0-1 Liam Ridgewell (5.), 1-1 Tom Cleverley (24.),
2-1 Maynor Figueroa (91.)
STAÐAN:
ManUnited 30 18 9 3 64-30 63
Arsenal 29 17 7 5 59-29 58
Chelsea 29 16 6 7 53-24 54
Man City 30 15 8 7 45-27 53
Tottenham 29 13 10 6 41-34 49
Liverpool 30 13 6 11 41-36 45
Bolton 30 10 10 10 42-41 40
Everton 30 9 13 8 40-39 40
Sunderland 30 9 11 10 33-37 38
Stoke City 30 11 4 15 36-38 37
Newcastle 30 9 9 12 44-45 36
Fulham 30 7 14 9 33-33 35
Blackburn 30 9 6 15 39-51 33
Aston Villa 30 8 9 13 37-51 33
Blackpool 30 9 6 15 45-60 33
WBA 30 8 9 13 41-56 33
West Ham 30 7 11 12 36-49 32
Wolves 30 9 5 16 35-49 32
Birmingham 29 6 13 10 28-41 31
Wigan Athletic 30 6 12 12 29-51 30
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Tíu leikmenn Man. Utd
unnu mikilvægan sigur á Bolton á
sama tíma og Arsenal missteig sig
illilega er það sótti WBA heim. Þar
var markvörðurinn Manuel Alm-
unia skúrkurinn hjá Arsenal.
Það var varamaðurinn Dimitar
Berbatov sem tryggði Man. Utd
sigur gegn Bolton tveim mínútum
fyrir leikslok. Rúmum tíu mínút-
um áður hafði Jonny Evans, varn-
armaður Man. Utd, verið rekinn
af velli fyrir skrautlega tæklingu.
Leikmenn United létu það ekki á
sig fá, héldu áfram að sækja og
uppskáru sigur.
„Þetta var ekki fullkomin
frammistaða hjá okkur en við gáf-
umst aldrei upp. Það er það sem
karakterinn í þessu félagi snýst
um. Hér gefast menn aldrei upp og
ekkert annað félag státar af þeim
karakter sem þetta félag hefur,“
sagði sigurreifur stjóri Man. Utd,
Sir Alex Ferguson, sem mátti gera
sér að góðu að horfa á leikinn úr
stúkunni þar sem hann er nýbyrj-
aður í fimm leikja banni.
Manuel Almunia gaf WBA
seinna mark sitt í leiknum gegn
Arsenal með glórulausu úthlaupi.
Arsenal kom til baka og náði að
jafna.
„Tölfræðilega töpuðum við stig-
um en sálfræðilega unnum við
stig eftir að hafa lent undir. Bar-
áttan er ekki búin,“ sagði Arsene
Wenger, stjóri Arsenal. - hbg
Manchester United áfram á toppnum eftir að tíu leikmenn liðsins lögðu Bolton:
Berbatov kom United til bjargar
HETJAN Dimitar Berbatov hefur mátt sætta sig við bekkjarsetu upp á síðkastið en
svaraði því með góðu sigurmarki um helgina. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Velski vængmaðurinn
Gareth Bale virðist ekki vera á
förum frá Tottenham því hann
er búinn að framlengja samning
sinn við félagið til ársins 2015.
Þessi 21 árs gamli kantmað-
ur hefur slegið í gegn í vetur og
stimplað sig inn sem einn besti
leikmaður ensku úrvalsdeildar-
innar.
Bale kom til Spurs frá South-
ampton er hann var 17 ára gam-
all. Hann er þegar búinn að spila
112 leiki fyrir Spurs og skora 17
mörk. - hbg
Bale framlengir við Spurs:
Hjá Spurs til
ársins 2015
EKKI Á FÖRUM Gareth Bale hefur trú á
því að Spurs sé á leið á toppinn.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI John Terry hefur ekki
fengið mikið af góðum fréttum
síðustu mánuði en hann gat glaðst
um helgina þegar Fabio Capello,
landsliðsþjálfari Englands, stað-
festi að hann væri aftur orðinn
fyrirliði enska landsliðsins.
Capello tók fyrirliðabandið af
Terry á sínum tíma er upp komst
að hann hafði verið að sænga hjá
unnustu liðsfélaga síns, Wayne
Bridge. Sá tók málið svo nærri
sér að hann hætti í landsliðinu
þar sem hann vildi ekki vera
nærri Terry.
Rio Ferdinand tók við bandinu
af Terry á sínum tíma og hann er
sagður vera hundfúll út í lands-
liðsþjálfarann. Telur Capello hafa
sýnt sér lítilsvirðingu.
Capello segist hafa reynt að
boða Rio á fund síðasta miðviku-
dag vegna málsins en Rio hafi
ekki viljað mæta. Capello segist
ekki hafa neinar skýringar.
Dramatíkin í kringum þetta
blessaða fyrirliðaband heldur því
áfram. - hbg
Terry aftur orðinn fyrirliði:
Rio í fýlu
FÆR BANDIÐ AFTUR John Terry verður
kominn með fyrirliðabandið í næsta
leik. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
HANDBOLTI Hamburg steig ansi
stórt skref í átt að þýska meist-
aratitlinum í gær er liðið valt-
aði yfir lið Dags Sigurðssonar,
Füchse Berlin.
Hamburg var miklu sterkara
frá upphafi og leiddi 19-9 í leik-
hléi. Þegar upp var staðið vann
Hamburg 13 marka sigur, 22-35.
Alexander Petersson skoraði tvö
mörk fyrir Berlin í leiknum.
Kiel er enn fjórum stigum á
eftir Hamburg en Kiel vann sinn
leik á sama tíma í gær. Kiel lék þá
gegn nágrönnum sínum í Flens-
burg og vann stórsigur, 38-26.
Aron Pálmarsson skoraði tvö
mörk fyrir Kiel í leiknum. - hbg
Þýski handboltinn:
Hamburg í
kjörstöðu
ARON PÁLMARSSON Hér á fullri ferð í
leiknum gegn Flensburg í gær.
NORDIC PHOTOS/BONGARTS
FÓTBOLTI Chelsea er á mikilli sigl-
ingu þessa dagana og var betra
liðið í leiknum gegn Man. City í
gær. Chelsea er níu stigum á eftir
toppliði Man. Utd en á leik inni.
Svo á Chelsea eftir að mæta United
í deildinni þannig að það er erfitt
að afskrifa meistarana í barátt-
unni.
Brasilíumaðurinn David Luiz
heldur áfram að slá í gegn hjá
Chelsea en hann braut ísinn með
góðu skallamarki gegn Man. City
í gær. Michael Essien segir að
þessi skrautlegi Brasilíumaður
hafi mjög góð áhrif á hópinn hjá
félaginu.
„Hann hefur verið frábær síðan
hann kom. Chelsea þarf á svona
leikmönnum að halda. Hann er
alveg magnaður,“ sagði Essien um
Luiz sem er búinn að skora tvö
mörk á meðan 50 milljón punda
maðurinn Fernando Torres hefur
ekki enn tekist að skora. Torres
var enn og aftur slakur í gær.
Essien veit að Chelsea er að
blanda sér í toppslaginn af fullri
alvöru en er með báða fætur á jörð-
inni.
„Við tökum einn leik í einu og
sjáum svo hvað gerist. Við verðum
að halda áfram að trúa því að við
getum unnið deildina. Það er mikið
eftir og við verðum að berjast fyrir
hverju stigi. Þessi sigur var mjög
mikilvægur en við þurftum að hafa
fyrir sigrinum,“ sagði Essien.
Liverpool vann afar sterkan úti-
sigur á Sunderland. Smá heppnis-
stimpill var yfir sigri liðsins enda
fékk Liverpool gefins víti sem skil-
aði þeim fyrra marki leiksins. Sem
fyrr var mikið talað um framtíð
Kenny Dalglish, stjóra Liverpool,
eftir leikinn en það er beðið eftir
því að forráðamenn Liverpool bjóði
honum langtímasamning. Sjálfur
er Dalglish pollrólegur.
„Blöðin segja að ég hafi beðið
um fjögurra ára samning. Ég
kannast ekki við það. Svo sá ég að
mér hefði verið boðinn tveggja ára
samningur. Ég hef ekki séð það til-
boð,“ sagði Dalglish yfirvegaður en
hann kippir sér lítið upp við fréttir
fjölmiðlanna.
„Ég hef ekkert að segja fyrr en
það er frá einhverju að segja. Það
er ekkert vandamál hjá mér og það
er engin pressa á neinum. Það eru
hagsmunir félagsins sem skipta
mig mestu máli.“
Dalglish vildi lítið tjá sig um
vítið umdeilda. „Ég sá þetta ekki
almennilega þar sem ég var. Það
sem skiptir máli er að strákarnir
lögðu mikið á sig og skiluðu góðu
verki,“ sagði Dalglish en það var
dómarinn vinalegi, Kevin Friend,
sem ákvað að dæma víti eftir að
hafa ráðfært sig við aðstoðardóm-
arann.
„Ég sá á sjónvarpsmyndum í
hálfleik að þetta var ekki víti en
ég hélt upprunalega að þetta hefði
verið víti. Þetta féll með okkur,“
sagði Jamie Carragher, varnar-
maður Liverpool. henry@frettabladid.is
Chelsea nálgast toppinn
Chelsea er komið í bullandi toppbaráttu eftir sanngjarnan sigur á Man. City,
2-0, í uppgjöri ríku liðanna. Brasilíumaðurinn David Luiz hefur góð áhrif á lið
Chelsea og gengur honum mun betur að skora fyrir Chelsea en Fernando Torres.
BA(R)NVÆNIR Luis Suarez fagnaði marki sínu með því að heiðra Lucas Leiva sem var
að eignast barn. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
MAGNAÐUR David Luiz er að slá í gegn hjá Chelsea og hann skoraði mikilvægt mark gegn Man. City í gær.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES